Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2023 14:38 Arndís Kristín þakkaði Jóni fyrir skýr svör, það lægi þá fyrir að Leiðtogafundurinn hafi verið nýttur til að vígbúa lögregluna án þess að nokkur umræða hafi farið fram þar um. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma Alþingis áðan en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati spurði dómsmálaráðherra út í kaup á vopnum sem keypt voru sérstaklega vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Hún spurði hvort til stæði að selja vopnin eftir fundinn eða hvort verið gæti að tilefnið hafi verið notað til að vígbúa lögregluna án þess að það hafi verið rætt sérstaklega? Sjálf sagðist hún hafa heyrt því fleygt að keyptur hafi verið vopn og búnaður fyrir fjóra milljarða króna. Jón svaraði því svo til að hann hafi heyrt töluna tvo milljarða nefnda sem heildarkostnað við fundinn allan. Samkvæmt heimildum Vísis var kostnaður vegna kaupa á búnaði sérstaklega um 350 milljónir. Hann sagði fundinn vissulega hafa verið mikla áskorun fyrir löggæsluna í landinu, hann hafi krafist mikils undirbúnings sem fólst í aukinni menntun, strangri þjálfun löggæslumanna og svo kaupum á búnaði. Sem Jón sagði hafa verið að ýmsu tagi, svo sem varnarbúnaði, vestum, það þurfti að kaupa mótorhjól fyrir lögreglumenn en hann hefði ekki nákvæmar upplýsingar um hversu stór hluti kaupanna hafi verið í vopnum. Hann sagði að ekki stæði til að selja þennan búnað, ekki neitt heldur yrði hann nýttur í framtíðinni. Við ættum nú öflugri löggæslu eftir en áður. Arndís Anna þakkaði fyrir skýrt svar, leiðtogafundurinn hafi sem sagt verið nýttur til að vígbúa lögregluna. Hún spurði hvort það hafi verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn en Jón sagði að það hafi ekki verið farið yfir það sérstaklega á þeim vettvangi, né innan vébanda ráðuneytsins. Uppfært 15.20 Athugist. Í fyrri útgáfu fréttar var haft eftir Jóni að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri tveir milljarðar en þar er þá um að ræða heildarkostnaður við fundinn allan. Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Þetta kom fram í fyrirspurnartíma Alþingis áðan en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati spurði dómsmálaráðherra út í kaup á vopnum sem keypt voru sérstaklega vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Hún spurði hvort til stæði að selja vopnin eftir fundinn eða hvort verið gæti að tilefnið hafi verið notað til að vígbúa lögregluna án þess að það hafi verið rætt sérstaklega? Sjálf sagðist hún hafa heyrt því fleygt að keyptur hafi verið vopn og búnaður fyrir fjóra milljarða króna. Jón svaraði því svo til að hann hafi heyrt töluna tvo milljarða nefnda sem heildarkostnað við fundinn allan. Samkvæmt heimildum Vísis var kostnaður vegna kaupa á búnaði sérstaklega um 350 milljónir. Hann sagði fundinn vissulega hafa verið mikla áskorun fyrir löggæsluna í landinu, hann hafi krafist mikils undirbúnings sem fólst í aukinni menntun, strangri þjálfun löggæslumanna og svo kaupum á búnaði. Sem Jón sagði hafa verið að ýmsu tagi, svo sem varnarbúnaði, vestum, það þurfti að kaupa mótorhjól fyrir lögreglumenn en hann hefði ekki nákvæmar upplýsingar um hversu stór hluti kaupanna hafi verið í vopnum. Hann sagði að ekki stæði til að selja þennan búnað, ekki neitt heldur yrði hann nýttur í framtíðinni. Við ættum nú öflugri löggæslu eftir en áður. Arndís Anna þakkaði fyrir skýrt svar, leiðtogafundurinn hafi sem sagt verið nýttur til að vígbúa lögregluna. Hún spurði hvort það hafi verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn en Jón sagði að það hafi ekki verið farið yfir það sérstaklega á þeim vettvangi, né innan vébanda ráðuneytsins. Uppfært 15.20 Athugist. Í fyrri útgáfu fréttar var haft eftir Jóni að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri tveir milljarðar en þar er þá um að ræða heildarkostnaður við fundinn allan.
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira