Þriggja ára fiðlusnillingur á Fiðlufjöri á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2023 20:31 Chrissie Telma Guðmundsdóttir umsjónarmaður Fiðlufjörs á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þriggja ára upprennandi fiðlusnillingur er nú staddur á Hvolsvelli á „Fiðlufjöri“, sem er nokkurra daga námskeið fyrir börn og unglinga af öllu landinu í fiðluleik. Fiðlufjör er nú haldið sjöunda árið í röð á Hvolsvelli en það er Chrissie Telma Guðmundsdóttir, sem er stjórnandi og stofnandi Fiðlufjörs. Um er að ræða fjölbreytt námskeið og tónleika fiðlunemenda á aldrinum þriggja ára til sextán ára af öllu landinu. Upphitun fyrir daginn fer meðal annars fram í Hvolnum þar sem nemendur gera ýmsar æfingar með kennurum sínum, bæði spilandi og ekki spilandi. Þá þarf líka að passa að stilla allar fiðlurnar rétt. „Þetta eru hóptímar, einkatímar og tónleikar, það eru átta tónleikar á fimm dögum. Þetta er bara fyrir alla, sem eru í fiðlunámi, óháð aldri og námsleið. Í ár erum við með um 70 þátttakendur en þau hafa verið síðustu ár í kringum 80 til 100,” segir Chrissie Telma. Fiðlufjörið hófst 7. júní og líkur sunnudaginn 11. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við fiðluna, sem er svona áhugavert og heillandi? „Það er bara svo spennandi að spila á hana því það er hægt að gera svo margt. Það er hægt að gera allskonar breytingar á tónunum og það er hægt að leika sér með allskonar verk,” segir Chrissie. Chrissie kemur víða fram með fiðluna sína á tónleikum og öðrum fjölbreyttum verkefnum. Fiðlan hennar eru frá átján hundruð og kostaði margar, margar milljónir króna. Krakkarnir á Fiðlufjöri 2023 koma víða af landinu og þykir alltaf jafn gaman að taka þátt í námskeiðinu. Sumir hafa mætt öll árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mín fiðla, ég var í þrjú ár að leita að henni og fór til fimm landa og prófaði örugglega 90 fiðlur þangað til ég fann mína, þá loksins fann ég sálufélagann minn,” segir Crissie hlægjandi. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og það á sannarlega við um þriggja ára son Chrissie, sem spilar hér uppáhaldslagið sitt úr Hvolpasveitinni með aðstoð mömmu sinnar, sem sér um sönginn. Adrían Freyr Elvarsson, þriggja ára upprennandi fiðlusnillingur á sviðinu í Hvoli á Hvolsvelli í morgun, hér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fiðlufjörs 2023 á Hvolsvelli Rangárþing eystra Tónlistarnám Krakkar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Fiðlufjör er nú haldið sjöunda árið í röð á Hvolsvelli en það er Chrissie Telma Guðmundsdóttir, sem er stjórnandi og stofnandi Fiðlufjörs. Um er að ræða fjölbreytt námskeið og tónleika fiðlunemenda á aldrinum þriggja ára til sextán ára af öllu landinu. Upphitun fyrir daginn fer meðal annars fram í Hvolnum þar sem nemendur gera ýmsar æfingar með kennurum sínum, bæði spilandi og ekki spilandi. Þá þarf líka að passa að stilla allar fiðlurnar rétt. „Þetta eru hóptímar, einkatímar og tónleikar, það eru átta tónleikar á fimm dögum. Þetta er bara fyrir alla, sem eru í fiðlunámi, óháð aldri og námsleið. Í ár erum við með um 70 þátttakendur en þau hafa verið síðustu ár í kringum 80 til 100,” segir Chrissie Telma. Fiðlufjörið hófst 7. júní og líkur sunnudaginn 11. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við fiðluna, sem er svona áhugavert og heillandi? „Það er bara svo spennandi að spila á hana því það er hægt að gera svo margt. Það er hægt að gera allskonar breytingar á tónunum og það er hægt að leika sér með allskonar verk,” segir Chrissie. Chrissie kemur víða fram með fiðluna sína á tónleikum og öðrum fjölbreyttum verkefnum. Fiðlan hennar eru frá átján hundruð og kostaði margar, margar milljónir króna. Krakkarnir á Fiðlufjöri 2023 koma víða af landinu og þykir alltaf jafn gaman að taka þátt í námskeiðinu. Sumir hafa mætt öll árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mín fiðla, ég var í þrjú ár að leita að henni og fór til fimm landa og prófaði örugglega 90 fiðlur þangað til ég fann mína, þá loksins fann ég sálufélagann minn,” segir Crissie hlægjandi. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og það á sannarlega við um þriggja ára son Chrissie, sem spilar hér uppáhaldslagið sitt úr Hvolpasveitinni með aðstoð mömmu sinnar, sem sér um sönginn. Adrían Freyr Elvarsson, þriggja ára upprennandi fiðlusnillingur á sviðinu í Hvoli á Hvolsvelli í morgun, hér með mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Fiðlufjörs 2023 á Hvolsvelli
Rangárþing eystra Tónlistarnám Krakkar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira