Hareide uppljóstrar liðinu á Ölveri: „Finnur þetta hvergi annars staðar“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 13:04 Åge Hareide mætir og ræðir við stuðningsmenn Íslands á Ölveri fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal. Samsett/Egill/Diego Nýi landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur samþykkt að mæta á sportbarinn Ölver bæði 17. og 20. júní, fyrir landsleiki Íslands við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM karla í fótbolta. Mikill áhugi virðist vera fyrir þessum fyrstu leikjum undir stjórn Hareide og þá sérstaklega leiknum við Portúgal, sem strax varð uppselt á. Hareide fer með sömu leið og Heimir Hallgrímsson gerði á sínum tíma með því að funda með helstu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á leikdegi, eða um það bil tveimur klukkutímum áður en flautað er til leiks, og uppljóstra byrjunarliði Íslands. Björn Hlynur Haraldsson, einn eigenda Ölvers, segir að Hareide hafi strax tekið vel í hugmyndina. „Við vildum tékka á því hvort það væri ekki kominn tími til að koma þessu aftur í gang, eftir mikið af Covid-leikjum síðustu ár, svo ég hafði samband við KSÍ. Skilaboðum var komið áleiðis til nýja þjálfarans og hann tók bara vel í þetta og ætlar að mæta í eigin persónu,“ segir Björn Hlynur. Dyrunum lokað og slökkt á símum „Hugmyndin er að þetta verði eins og áður, þannig að hann komi og tilkynni Tólfunni byrjunarliðið áður en að fjölmiðlar fái að heyra af því. Þau í Tólfunni gera alltaf smá serimóníu úr þessu, þar sem öllum dyrum er lokað og slökkt á símum, og svo fá þau beint í æð byrjunarliðið frá þjálfaranum og pepp fyrir landsleikinn. Við ætlum að njóta þess að búa í þannig samfélagi að landsliðsþjálfarinn geti mætt rétt fyrir leik á aðalsportpöbbinn og hitt helstu stuðningsmenn landsliðsins. Maður finnur þetta hvergi annars staðar í heiminum,“ segir Björn Hlynur. Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er einn af eigendum Ölvers.Getty/Daniele Venturelli „Lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn“ Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari um miðjan apríl en hann tók við af Arnari Þór Viðarssyni. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn þessa 69 ára gamla Norðmanns verður því gegn Slóvakíu á þjóðhátíðardaginn, og hvetur Björn Hlynur Tólfumeðlimi og aðra stuðningsmenn til að fjölmenna á fund með nýja þjálfaranum. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel enda tekur Tólfufólk þessu alvarlega, og það gerum við líka. Það verður gaman að fá Åge í heimsókn fyrir fyrsta landsleikinn sinn hérna, og endurvekja þessa skemmtilegu hefð,“ segir Björn Hlynur sem reiknar með að Hareide mæti á svæðið um fimmleytið á leikdegi, en leikirnir hefjast klukkan 18:45. „Þetta er auðvitað heimili Tólfunnar og allra stuðningsmanna íslenska landsliðsins, og við erum bara spennt að fá sem flesta svo að stemningin verði aftur eins og hún var fyrir nokkrum árum. Það eru stórir leikir hjá bæði kvenna- og karlalandsliðinu í ár og við ætlum að gera okkar besta til að stemningin verði sem best. Og við lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn,“ segir leikarinn glettinn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta Sjá meira
Mikill áhugi virðist vera fyrir þessum fyrstu leikjum undir stjórn Hareide og þá sérstaklega leiknum við Portúgal, sem strax varð uppselt á. Hareide fer með sömu leið og Heimir Hallgrímsson gerði á sínum tíma með því að funda með helstu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins á leikdegi, eða um það bil tveimur klukkutímum áður en flautað er til leiks, og uppljóstra byrjunarliði Íslands. Björn Hlynur Haraldsson, einn eigenda Ölvers, segir að Hareide hafi strax tekið vel í hugmyndina. „Við vildum tékka á því hvort það væri ekki kominn tími til að koma þessu aftur í gang, eftir mikið af Covid-leikjum síðustu ár, svo ég hafði samband við KSÍ. Skilaboðum var komið áleiðis til nýja þjálfarans og hann tók bara vel í þetta og ætlar að mæta í eigin persónu,“ segir Björn Hlynur. Dyrunum lokað og slökkt á símum „Hugmyndin er að þetta verði eins og áður, þannig að hann komi og tilkynni Tólfunni byrjunarliðið áður en að fjölmiðlar fái að heyra af því. Þau í Tólfunni gera alltaf smá serimóníu úr þessu, þar sem öllum dyrum er lokað og slökkt á símum, og svo fá þau beint í æð byrjunarliðið frá þjálfaranum og pepp fyrir landsleikinn. Við ætlum að njóta þess að búa í þannig samfélagi að landsliðsþjálfarinn geti mætt rétt fyrir leik á aðalsportpöbbinn og hitt helstu stuðningsmenn landsliðsins. Maður finnur þetta hvergi annars staðar í heiminum,“ segir Björn Hlynur. Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er einn af eigendum Ölvers.Getty/Daniele Venturelli „Lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn“ Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari um miðjan apríl en hann tók við af Arnari Þór Viðarssyni. Fyrsti leikur Íslands undir stjórn þessa 69 ára gamla Norðmanns verður því gegn Slóvakíu á þjóðhátíðardaginn, og hvetur Björn Hlynur Tólfumeðlimi og aðra stuðningsmenn til að fjölmenna á fund með nýja þjálfaranum. „Þetta hefur alltaf gengið mjög vel enda tekur Tólfufólk þessu alvarlega, og það gerum við líka. Það verður gaman að fá Åge í heimsókn fyrir fyrsta landsleikinn sinn hérna, og endurvekja þessa skemmtilegu hefð,“ segir Björn Hlynur sem reiknar með að Hareide mæti á svæðið um fimmleytið á leikdegi, en leikirnir hefjast klukkan 18:45. „Þetta er auðvitað heimili Tólfunnar og allra stuðningsmanna íslenska landsliðsins, og við erum bara spennt að fá sem flesta svo að stemningin verði aftur eins og hún var fyrir nokkrum árum. Það eru stórir leikir hjá bæði kvenna- og karlalandsliðinu í ár og við ætlum að gera okkar besta til að stemningin verði sem best. Og við lofum að skila Tólfunni ekki of seint á völlinn,“ segir leikarinn glettinn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta Sjá meira