Fótbolti

Gríðar­leg fjölgun á­horf­enda í efstu deildum kvenna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sveindís Jane með boltann í leiknum í dag.
Sveindís Jane með boltann í leiknum í dag. Vísir/Getty

Gríðarleg aukning varð á fjölda áhorfenda á leikjum kvenna í stærstu deildum Evrópu. Á Englandi fjölgaði áhorfendum um meira en 200%.

Síðustu misserin hefur áhorfendum á knattspyrnuleikjum kvenna fjölgað svo um munar. Fjórir af fimm fjölmenntustu leikjum sögunnar voru spilaðir á síðustu tveimur árum.

Vefsíðan Soccerdonna, sem einblínir á fréttir um knattspyrnu kvenna, birtir áhugaverða tölfræði á Twitter-síðu sinni í dag.

Þar kemur fram að áhorfendum hafi fjölgað um 233% á Englandi frá því á síðasta tímabili og enn meiri fjölgun varð í Þýskalandi þar sem fjórar íslenskar landsliðskonur leika.

Heildarfjöldi áhorfenda var 101.071 í Þýskalandi á síðustu leiktíð en 359.029 á nýliðnu tímabili. Í Frakklandi fjölgaði áhorfendum einnig umtalsvert.

Svo virðist sem knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, nái ekki alveg að fylgja þróuninni eftir því úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í Eindhoven sem tekur aðeins 35.292 áhorfendur. Líklegt má telja að hægt hefði verið að selja mun fleiri miða á stærri velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×