Nyrsta sjúkraflug sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 13:35 Frá flugvellinum í Longyearbyen á Svalbarða. Getty/Steffen Trumpf Norskir þyrluflugmenn fóru nýverið í nyrsta sjúkraflug sögunnar. Veikur sjómaður var sóttur í rússneskt rannsóknaskip sem var statt nærri norðurpólnum. Miðillinn The Barents Observer segir að beiðni um sjúkraflug hafi borist frá björgunarmiðstöð í Múrmansk í Rússlandi. Læknir um borð í skipinu Severny Polyus hafði þá beðið um aðstoð vegna veiks sjómanns sem þurfti að komast á sjúkrahús sem fyrst. Flogið var frá Longyearbyen á Svalbarða, þar sem næsta björgunarþyrlur voru. Þær eru af gerðinni Super Puma AWSAR en áhöfnin þurfti að fljúga til skipsins sem var statt á 86 breiddargráðu. Það er við hámark þeirrar vegalengdar sem hægt er að fljúga þyrlunum en búið var að sjá það fyrir. Búið er að koma fyrir eldsneytisbirgðum í Vindbukta á norðurströnd Svalbarða, sem eru ætlaðar fyrir flugferðir sem þessar. Samkvæmt Barents Observer gátu flugmennirnir lent þar, fyllt á tanka sína og haldið áfram til skipsins, þar sem þeir fengu aftur eldsneyti. Flugferðin tók fimm tíma í hvort átt, samkvæmt NRK, og ku þetta vera sú sjúkraflugsferð þar sem farið hefur verið lengst norður. Severny Polyus festist í hafís í otóber í fyrra og hefur rekið til vesturs. Samkvæmt yfirvöldum í Noregi fór allt vel en ekki hefur verið gefið upp hvað amaði að sjómanninum. Hann verður líklega fluttur á sjúkrahús á meginlandi Noregs. Klokken 02:01 landet helikopteret med pasienten på Svalbard lufthavn Longyearbyen. Piloten på helikopteret melder at det ikke oppstod noen problemer under oppdraget.— HRS Nord-Norge (@HRSNordNorge) June 7, 2023 Noregur Norðurslóðir Sjúkraflutningar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Miðillinn The Barents Observer segir að beiðni um sjúkraflug hafi borist frá björgunarmiðstöð í Múrmansk í Rússlandi. Læknir um borð í skipinu Severny Polyus hafði þá beðið um aðstoð vegna veiks sjómanns sem þurfti að komast á sjúkrahús sem fyrst. Flogið var frá Longyearbyen á Svalbarða, þar sem næsta björgunarþyrlur voru. Þær eru af gerðinni Super Puma AWSAR en áhöfnin þurfti að fljúga til skipsins sem var statt á 86 breiddargráðu. Það er við hámark þeirrar vegalengdar sem hægt er að fljúga þyrlunum en búið var að sjá það fyrir. Búið er að koma fyrir eldsneytisbirgðum í Vindbukta á norðurströnd Svalbarða, sem eru ætlaðar fyrir flugferðir sem þessar. Samkvæmt Barents Observer gátu flugmennirnir lent þar, fyllt á tanka sína og haldið áfram til skipsins, þar sem þeir fengu aftur eldsneyti. Flugferðin tók fimm tíma í hvort átt, samkvæmt NRK, og ku þetta vera sú sjúkraflugsferð þar sem farið hefur verið lengst norður. Severny Polyus festist í hafís í otóber í fyrra og hefur rekið til vesturs. Samkvæmt yfirvöldum í Noregi fór allt vel en ekki hefur verið gefið upp hvað amaði að sjómanninum. Hann verður líklega fluttur á sjúkrahús á meginlandi Noregs. Klokken 02:01 landet helikopteret med pasienten på Svalbard lufthavn Longyearbyen. Piloten på helikopteret melder at det ikke oppstod noen problemer under oppdraget.— HRS Nord-Norge (@HRSNordNorge) June 7, 2023
Noregur Norðurslóðir Sjúkraflutningar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira