Fótbolti

Ísak í­hugar stöðu sína: „Ó­sáttur með það hvernig komið er fram við mig“

Aron Guðmundsson skrifar
Ísak Bergmann á Laugardalsvelli í morgun
Ísak Bergmann á Laugardalsvelli í morgun Vísir/Sigurjón Ólason

Ísak Berg­mann Jóhannes­son, lands­liðs­maður í fót­bolta og leik­maður FC Kaup­manna­hafnar, segist ó­sáttur með stöðu sína hjá fé­lags­liðinu í Dan­mörku. Það skipti litlu máli þótt hann eigi góða frammi­stöðu innan vallar, honum er alltaf fleygt aftur á vara­manna­bekkinn.

„Ég er náttúru­lega bara ó­sáttur með það hvernig er komið fram við mig eftir góða frammi­stöðu, til dæmis á móti AGF þar sem ég er góður á miðjunni og legg upp sigur­markið,“ segir Ísak Berg­mann í við­tali við Stöð 2 á Laugar­dals­velli fyrir æfingu ís­lenska lands­liðsins fyrr í dag.

„Eftir þann leik er mér bara fleygt aftur á bekkinn. Það hefur svo­lítið verið staðan hjá mér. Ég fæ aldrei nokkra leiki í röð í liðinu þó svo að ég standi mig mjög vel inn á vellinum.“

Hann muni því þurfa að skoða sína stöðu með um­boðs­manni sínum en Ísak Berg­mann hefur verið á mála hjá FC Kaup­manna­höfn síðan í ágúst árið 2021.

„Ég þarf að spila, þetta sýnir mér bara það að sama hvað ég geri þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Þetta er bara eitt­hvað sem ég þarf að skoða með um­boðs­manni mínum.“

Ítarlegra viðtal við Ísak Bergmann verður að finna í Sportpakkanum í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×