Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Kristinn Haukur Guðnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 5. júní 2023 16:24 Kristrún segir að hægt sé að klára allar tillögurnar fyrir þinglok ef vilji stendur til. Egill Aðalsteinsson Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. „Þetta eru þrjú einföld verkefni sem hægt er að fara í núna strax og munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana,“ segir Kristrún um tillögurnar sem flokkurinn leggur til. Hægt sé að koma breytingunum á fyrir þinglok. Í fyrsta lagi er um að ræða eigna og tekjutengdan vaxtabótaauka fyrir skuldsettheimili. Það er eingreiðsla upp á 200 þúsund krónur fyrir einstaklinga og 350 þúsund fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra á þessu ári. Í öðru lagi er það leigubremsa að danskri fyrirmynd sem ver fólk fyrir fyrirsjáanlegum stórfelldum hækkunum á leigumarkaði. Að lokum er það ívilnun til uppbyggingar til að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar. Loka ehf gatinu Kristrún segir að Samfylkingin sé ábyrg í sinni afstöðu þegar kemur að tillögum sem þessum og því sé mikilvægt að verkefnin séu fjármögnuð. Þetta segir hún að hægt sé að gera með breytingu á skattkerfinu. Þingsalurinn verður brátt tómur því sumarið nálgast.Vísir/Vilhelm „Ein leið til þess að fjármagna allar þessar tillögur er að loka ehf gatinu svokallaða. Það er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja launatekjur sem fjármagnstekjur,“ segir Kristrún. „Með öðrum orðum þá er hópur fólks að borga lægri skatta en þorri almennings út af glufu í kerfinu. Ríkisstjórnin hefur talað fyrir þessu en við erum enn þá að bíða eftir þingmáli þessu tengt.“ Vegna þessarar glufu tapist um átta milljarðar króna af skattfé árlega. Kristrún segir að þó að þessar tillögur séu hugsaðar sem skammtímaaðgerðir til þess að bregðast við ástandinu þá eigi þær erindi inn í framtíðina. „Við viljum sjá réttlátari skattheimtu í landinu og virkara vaxtabótakerfi,“ segir hún. Aðgerðir stjórnarinnar Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir gegn verðbólgunni klukkan 16 í dag. Meðal annars sparnað í ríkisrekstri upp á rúma 36 milljarða með frestun framkvæmda, niðurskurði í ferðakostnaði og fleiru. Munu laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa hækka um 2,5 prósent í stað 6. Örorku og ellilífeyrir verður hækkaður um 2,5 prósent til viðbótar á árinu. Stofnframlög til uppbyggingar almennra leiguíbúða verða tvöfölduð. Þá verður unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda og starfshópur skila tillögum þar af lútandi í sumar. Frítekjumark húsnæðisbóta verður hækkað um 2,5 prósent, afturvirkt frá 1. janúar. Efnahagsmál Samfylkingin Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
„Þetta eru þrjú einföld verkefni sem hægt er að fara í núna strax og munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana,“ segir Kristrún um tillögurnar sem flokkurinn leggur til. Hægt sé að koma breytingunum á fyrir þinglok. Í fyrsta lagi er um að ræða eigna og tekjutengdan vaxtabótaauka fyrir skuldsettheimili. Það er eingreiðsla upp á 200 þúsund krónur fyrir einstaklinga og 350 þúsund fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra á þessu ári. Í öðru lagi er það leigubremsa að danskri fyrirmynd sem ver fólk fyrir fyrirsjáanlegum stórfelldum hækkunum á leigumarkaði. Að lokum er það ívilnun til uppbyggingar til að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar. Loka ehf gatinu Kristrún segir að Samfylkingin sé ábyrg í sinni afstöðu þegar kemur að tillögum sem þessum og því sé mikilvægt að verkefnin séu fjármögnuð. Þetta segir hún að hægt sé að gera með breytingu á skattkerfinu. Þingsalurinn verður brátt tómur því sumarið nálgast.Vísir/Vilhelm „Ein leið til þess að fjármagna allar þessar tillögur er að loka ehf gatinu svokallaða. Það er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja launatekjur sem fjármagnstekjur,“ segir Kristrún. „Með öðrum orðum þá er hópur fólks að borga lægri skatta en þorri almennings út af glufu í kerfinu. Ríkisstjórnin hefur talað fyrir þessu en við erum enn þá að bíða eftir þingmáli þessu tengt.“ Vegna þessarar glufu tapist um átta milljarðar króna af skattfé árlega. Kristrún segir að þó að þessar tillögur séu hugsaðar sem skammtímaaðgerðir til þess að bregðast við ástandinu þá eigi þær erindi inn í framtíðina. „Við viljum sjá réttlátari skattheimtu í landinu og virkara vaxtabótakerfi,“ segir hún. Aðgerðir stjórnarinnar Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir gegn verðbólgunni klukkan 16 í dag. Meðal annars sparnað í ríkisrekstri upp á rúma 36 milljarða með frestun framkvæmda, niðurskurði í ferðakostnaði og fleiru. Munu laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa hækka um 2,5 prósent í stað 6. Örorku og ellilífeyrir verður hækkaður um 2,5 prósent til viðbótar á árinu. Stofnframlög til uppbyggingar almennra leiguíbúða verða tvöfölduð. Þá verður unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda og starfshópur skila tillögum þar af lútandi í sumar. Frítekjumark húsnæðisbóta verður hækkað um 2,5 prósent, afturvirkt frá 1. janúar.
Efnahagsmál Samfylkingin Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10