Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2023 16:10 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni segir að afkoma ríkissjóðs stórbatni miðað við fyrri áætlanir og samkvæmt nýrri þjóðhagsspá sé afkoma níutíu milljörðum betri en gert var ráð fyrir við samþykkt síðustu fjárlaga. Nú verði ráðist í frekari aðgerðir til að vinna gegn verðbólgu og frekari hækkun vaxta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vilja senda skýr skilaboð til launafólks með því að draga úr launahækkun til æðstustjórnenda. Einhugur sé um málið í ríkisstjórn. Aðgerðum þessum er ætlað að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og vernda hópa sem séu sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Helstu aðgerðir eru: Lögum verður breytt þannig að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins hækki um 2,5% í stað 6% þann 1. júlí nk. Þannig verði tryggt að laun æðstu embættismanna skapi ekki aukinn verðbólguþrýsting. Stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins verða tvöfölduð og framlög til hlutdeildarlána verða aukin enn frekar þannig að í stað þess að 500 íbúðir verði byggðar árlega árin 2024 og 2025 með stuðningi ríkisins verða þær 1000 á ári. Auk þess verður 250 nýjum íbúðum bætt við fyrri áætlanir þessa árs og verða þá samtals tæplega 800. Þetta styður við aukið framboð á húsnæðismarkaði. Fjármálareglur taka gildi ári fyrr en áætlað var en þeim var tímabundið vikið til hliðar í heimsfaraldri. Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs verður lagt fram að nýju til að styrkja enn frekar áfallaþol ríkissjóðs til framtíðar. Lagt verður mat á árangur af núverandi fjármálareglum og tækifæri til úrbóta. Afkoma ríkissjóðs verður bætt um 36,2 milljarða króna á næsta ári með sparnaði í rekstri ríkisins, þar með talið niðurskurði í ferðakostnaði, frestun framkvæmda, nýjum tekjum og með því að draga úr þensluhvetjandi skattaívilnunum eins og fram kemur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þar af verður framkvæmdum fyrir a.m.k. 3,5 milljarða króna frestað tímabundið til að draga úr þenslu. Meðal verkefna er nýbygging stjórnarráðsins og samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila. Til þess að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega verður lífeyrir almannatrygginga hækkaður um 2,5% frá miðju ári, til viðbótar við 7,4% hækkun í upphafi árs. Frítekjumark húsnæðisbóta leigjenda verður hækkað um 2,5% fyrir yfirstandandi ár, afturvirkt frá 1. janúar sl., til viðbótar við hækkun þess í upphafi árs um 7,4%. Þá er unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda á húsnæðismarkaði og mun starfshópur skila tillögum sínum þar að lútandi fyrir 1. júlí næstkomandi. Kannaðar verða breytingar á lagaumhverfi heimagistingar til að jafna samkeppnisstöðu og draga úr þrýstingi á húsnæðismarkað. Fjölga íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir því að framboð af húsnæði fyrir tekju- og eignaminni fjölskyldur og einstaklinga verði stóraukið á næstu misserum. Framlög til hlutdeildarlána verða aukin og stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins verða tvöfölduð. Þannig á að byggja þúsund íbúðir ár ári árin 2024 og 2025 í stað fimm hundruð. Til stendur að byggja tæplega átta hundruð íbúðir á þessu ári, sem er um 250 fleiri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Fjármögnun fyrir þessu á að tryggja með svigrúmi sem sé til staðar í fjármálaáætlun og með því að hliðra öðrum verkefnum. Í yfirlýsingunni segir að stöðugleiki á húsnæðismarkaði sé forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Ætla að standa vörð um grunnþjónustu Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að afkomubati ríkissjóðs eftir faraldur Covid sé einn sá hraðasti meðal þróaðra ríkja. Útlit sé fyrir að hagvöxtur verði mikill hér á landi, miðað við önnur lönd. Þessum efnahagsbata hafi fylgt bætt afkoma ríkissjóðs, fjölgun starfa, auknum umsvifum í flestum atvinnugreinum og útlit sé fyrir eitt besta ár ferðaþjónustu á Íslandi. Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára er gert ráð fyrir aðhaldi á næsta ári og hefur fjárfestingum fyrir að minnsta kosti 3,5 milljarða króna verið frestað. Meðal verkefna sem verður frestað frekar er nýbygging stjórnarráðsins við Lækjargötu og samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila. Þessi sparnaður í ríkisrekstri er ætlað að draga úr verðbólguþrýstingi. Nánari útlistun má sjá á vef Stjórnarráðsins. Samhliða þessum sparnaði á að standa vörð um grunnþjónustu. Afkomutryggingakerfin og velferðarþjónusta verður undanþegin aðhaldi ríkisins. Þá er engin aðhaldskrafa gerð á almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, sjúkratryggingar og heilbrigðis- og öldrunarstofnanir. Þegar kemur að skólakerfinu eru aðhaldsmarkmið í rekstri framhalds- og háskóla lægri en almennt aðhald, eða hálft prósent. Búið er að fella niður aðhaldskröfu á fangelsismál og löggæslu á árunum 2024 og 2025. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni segir að afkoma ríkissjóðs stórbatni miðað við fyrri áætlanir og samkvæmt nýrri þjóðhagsspá sé afkoma níutíu milljörðum betri en gert var ráð fyrir við samþykkt síðustu fjárlaga. Nú verði ráðist í frekari aðgerðir til að vinna gegn verðbólgu og frekari hækkun vaxta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vilja senda skýr skilaboð til launafólks með því að draga úr launahækkun til æðstustjórnenda. Einhugur sé um málið í ríkisstjórn. Aðgerðum þessum er ætlað að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og vernda hópa sem séu sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Helstu aðgerðir eru: Lögum verður breytt þannig að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins hækki um 2,5% í stað 6% þann 1. júlí nk. Þannig verði tryggt að laun æðstu embættismanna skapi ekki aukinn verðbólguþrýsting. Stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins verða tvöfölduð og framlög til hlutdeildarlána verða aukin enn frekar þannig að í stað þess að 500 íbúðir verði byggðar árlega árin 2024 og 2025 með stuðningi ríkisins verða þær 1000 á ári. Auk þess verður 250 nýjum íbúðum bætt við fyrri áætlanir þessa árs og verða þá samtals tæplega 800. Þetta styður við aukið framboð á húsnæðismarkaði. Fjármálareglur taka gildi ári fyrr en áætlað var en þeim var tímabundið vikið til hliðar í heimsfaraldri. Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs verður lagt fram að nýju til að styrkja enn frekar áfallaþol ríkissjóðs til framtíðar. Lagt verður mat á árangur af núverandi fjármálareglum og tækifæri til úrbóta. Afkoma ríkissjóðs verður bætt um 36,2 milljarða króna á næsta ári með sparnaði í rekstri ríkisins, þar með talið niðurskurði í ferðakostnaði, frestun framkvæmda, nýjum tekjum og með því að draga úr þensluhvetjandi skattaívilnunum eins og fram kemur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þar af verður framkvæmdum fyrir a.m.k. 3,5 milljarða króna frestað tímabundið til að draga úr þenslu. Meðal verkefna er nýbygging stjórnarráðsins og samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila. Til þess að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega verður lífeyrir almannatrygginga hækkaður um 2,5% frá miðju ári, til viðbótar við 7,4% hækkun í upphafi árs. Frítekjumark húsnæðisbóta leigjenda verður hækkað um 2,5% fyrir yfirstandandi ár, afturvirkt frá 1. janúar sl., til viðbótar við hækkun þess í upphafi árs um 7,4%. Þá er unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda á húsnæðismarkaði og mun starfshópur skila tillögum sínum þar að lútandi fyrir 1. júlí næstkomandi. Kannaðar verða breytingar á lagaumhverfi heimagistingar til að jafna samkeppnisstöðu og draga úr þrýstingi á húsnæðismarkað. Fjölga íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir því að framboð af húsnæði fyrir tekju- og eignaminni fjölskyldur og einstaklinga verði stóraukið á næstu misserum. Framlög til hlutdeildarlána verða aukin og stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins verða tvöfölduð. Þannig á að byggja þúsund íbúðir ár ári árin 2024 og 2025 í stað fimm hundruð. Til stendur að byggja tæplega átta hundruð íbúðir á þessu ári, sem er um 250 fleiri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Fjármögnun fyrir þessu á að tryggja með svigrúmi sem sé til staðar í fjármálaáætlun og með því að hliðra öðrum verkefnum. Í yfirlýsingunni segir að stöðugleiki á húsnæðismarkaði sé forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Ætla að standa vörð um grunnþjónustu Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að afkomubati ríkissjóðs eftir faraldur Covid sé einn sá hraðasti meðal þróaðra ríkja. Útlit sé fyrir að hagvöxtur verði mikill hér á landi, miðað við önnur lönd. Þessum efnahagsbata hafi fylgt bætt afkoma ríkissjóðs, fjölgun starfa, auknum umsvifum í flestum atvinnugreinum og útlit sé fyrir eitt besta ár ferðaþjónustu á Íslandi. Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára er gert ráð fyrir aðhaldi á næsta ári og hefur fjárfestingum fyrir að minnsta kosti 3,5 milljarða króna verið frestað. Meðal verkefna sem verður frestað frekar er nýbygging stjórnarráðsins við Lækjargötu og samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila. Þessi sparnaður í ríkisrekstri er ætlað að draga úr verðbólguþrýstingi. Nánari útlistun má sjá á vef Stjórnarráðsins. Samhliða þessum sparnaði á að standa vörð um grunnþjónustu. Afkomutryggingakerfin og velferðarþjónusta verður undanþegin aðhaldi ríkisins. Þá er engin aðhaldskrafa gerð á almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, sjúkratryggingar og heilbrigðis- og öldrunarstofnanir. Þegar kemur að skólakerfinu eru aðhaldsmarkmið í rekstri framhalds- og háskóla lægri en almennt aðhald, eða hálft prósent. Búið er að fella niður aðhaldskröfu á fangelsismál og löggæslu á árunum 2024 og 2025.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira