Pence býður sig fram Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2023 15:51 Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar aftur að reyna að verða forseti. AP/Charlie Neibergall Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence þurfti að flýja þinghúsið vegna árásarinnar en hann átti þá að taka þátt í því að staðfesta formlega úrslit forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Stuðningsmenn Trumps vildu koma í veg fyrir þá staðfestingu og voru reiðir út í Pence fyrir að neita beiðni Trump um að staðfesta ekki úrslitin, sem er eitthvað sem Pence hafði ekki vald til að gera. Sjá einnig: Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið AP fréttaveitan segir að Pence muni fylla út þá pappíra sem til þarf í dag og að hann ætli sér að hefja kosningabaráttu sína í Iowa á miðvikudaginn en þá verður hann 64 ára gamall. Trump mælist með mest fylgi af þeim sem hafa lýst yfir þátttöku í forvali Repúblikanaflokksins og á eftir honum er Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. AP segir stuðningsmenn Pence sjá færi fyrir traustan íhaldsmanni sem standi fyrir helstu áherslumál síðustu ríkisstjórnar Repúblikana, án allra þeirra vandamála sem fylgja Trump. Pence hefur varað við auknum popúlisma í Repúblikanaflokknum og sér sjálfan sig sem íhaldsmann af gamla skóla Ronald Reagan. Hann hefur lýst sjálfum sér sem „kristnum manni, íhaldsmanni og Repúblikana, í þeirri röð“. Hann er mikill andstæðingur þess að þungunarrof séu leyfð og vill hækka lágmarksaldur þeirra sem hljóta fjárhagslega aðstoð frá ríkinu. Pence hefur einnig sagt að Bandaríkjamenn þurfi að standa þétt við bakið á Úkraínumönnum og hefur verið gagnrýninn á Repúblikana sem hafa farið fögrum orðum um Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Áður en Pence bauð sig fram árið 2016 og varð á endanum varaforsetaefni Trump, sat hann í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tíu ár og var ríkisstjóri Indiana. Auk Trump og DeSantis hafa Nikki Haley fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, Tim Scott öldungadeildarþingmaður, Vivek Ramaswamy frumkvöðull og Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, lýst yfir framboði til tilnefningar Repúblikanaflokksins. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersy, er sagður ætla að lýsa yfir framboði á morgun og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður Dakóta, ætlar að gera það á miðvikudaginn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Kynferðisbrotamál Trump muni verða til umræðu í kosningabaráttunni Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að kynferðisbrots dómur Donald Trump munu vafalaust verða til umræðu í kosningabaráttunni. Óvíst sé hver áhrifin verða í atkvæðum talið. 10. maí 2023 12:20 Pence bar vitni í kosningamáli Trump Kviðdómendur í ákærudómstól í Washington-borg hlýddu í gær á framburð Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á tilraunum Donalds Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Dómstóll hafði áður staðfest að Trump gæti ekki komið í veg fyrir vitnisburð Pence. 28. apríl 2023 08:56 Keppinautar Trump fylkja sér að baki honum eftir ákæru Leiðtogar Repúblikanaflokksins og helstu keppinautar Donalds Trump um útnenfningu flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs fylktu sér að baki honum eftir að hann var ákærður í gær. Búist er við því að Trump gefi sig fram við yfirvöld í New York í næstu viku. 31. mars 2023 09:12 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Sjá meira
Pence þurfti að flýja þinghúsið vegna árásarinnar en hann átti þá að taka þátt í því að staðfesta formlega úrslit forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Stuðningsmenn Trumps vildu koma í veg fyrir þá staðfestingu og voru reiðir út í Pence fyrir að neita beiðni Trump um að staðfesta ekki úrslitin, sem er eitthvað sem Pence hafði ekki vald til að gera. Sjá einnig: Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið AP fréttaveitan segir að Pence muni fylla út þá pappíra sem til þarf í dag og að hann ætli sér að hefja kosningabaráttu sína í Iowa á miðvikudaginn en þá verður hann 64 ára gamall. Trump mælist með mest fylgi af þeim sem hafa lýst yfir þátttöku í forvali Repúblikanaflokksins og á eftir honum er Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. AP segir stuðningsmenn Pence sjá færi fyrir traustan íhaldsmanni sem standi fyrir helstu áherslumál síðustu ríkisstjórnar Repúblikana, án allra þeirra vandamála sem fylgja Trump. Pence hefur varað við auknum popúlisma í Repúblikanaflokknum og sér sjálfan sig sem íhaldsmann af gamla skóla Ronald Reagan. Hann hefur lýst sjálfum sér sem „kristnum manni, íhaldsmanni og Repúblikana, í þeirri röð“. Hann er mikill andstæðingur þess að þungunarrof séu leyfð og vill hækka lágmarksaldur þeirra sem hljóta fjárhagslega aðstoð frá ríkinu. Pence hefur einnig sagt að Bandaríkjamenn þurfi að standa þétt við bakið á Úkraínumönnum og hefur verið gagnrýninn á Repúblikana sem hafa farið fögrum orðum um Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Áður en Pence bauð sig fram árið 2016 og varð á endanum varaforsetaefni Trump, sat hann í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tíu ár og var ríkisstjóri Indiana. Auk Trump og DeSantis hafa Nikki Haley fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, Tim Scott öldungadeildarþingmaður, Vivek Ramaswamy frumkvöðull og Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, lýst yfir framboði til tilnefningar Repúblikanaflokksins. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersy, er sagður ætla að lýsa yfir framboði á morgun og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður Dakóta, ætlar að gera það á miðvikudaginn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Kynferðisbrotamál Trump muni verða til umræðu í kosningabaráttunni Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að kynferðisbrots dómur Donald Trump munu vafalaust verða til umræðu í kosningabaráttunni. Óvíst sé hver áhrifin verða í atkvæðum talið. 10. maí 2023 12:20 Pence bar vitni í kosningamáli Trump Kviðdómendur í ákærudómstól í Washington-borg hlýddu í gær á framburð Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á tilraunum Donalds Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Dómstóll hafði áður staðfest að Trump gæti ekki komið í veg fyrir vitnisburð Pence. 28. apríl 2023 08:56 Keppinautar Trump fylkja sér að baki honum eftir ákæru Leiðtogar Repúblikanaflokksins og helstu keppinautar Donalds Trump um útnenfningu flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs fylktu sér að baki honum eftir að hann var ákærður í gær. Búist er við því að Trump gefi sig fram við yfirvöld í New York í næstu viku. 31. mars 2023 09:12 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Sjá meira
Kynferðisbrotamál Trump muni verða til umræðu í kosningabaráttunni Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að kynferðisbrots dómur Donald Trump munu vafalaust verða til umræðu í kosningabaráttunni. Óvíst sé hver áhrifin verða í atkvæðum talið. 10. maí 2023 12:20
Pence bar vitni í kosningamáli Trump Kviðdómendur í ákærudómstól í Washington-borg hlýddu í gær á framburð Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á tilraunum Donalds Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Dómstóll hafði áður staðfest að Trump gæti ekki komið í veg fyrir vitnisburð Pence. 28. apríl 2023 08:56
Keppinautar Trump fylkja sér að baki honum eftir ákæru Leiðtogar Repúblikanaflokksins og helstu keppinautar Donalds Trump um útnenfningu flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs fylktu sér að baki honum eftir að hann var ákærður í gær. Búist er við því að Trump gefi sig fram við yfirvöld í New York í næstu viku. 31. mars 2023 09:12
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20