Fótbolti

Lést sam­stundis eftir fall úr mikilli hæð á fót­bolta­leik

Aron Guðmundsson skrifar
Leikmenn River Plate eftir að dómari leiksins flautaði hann af.
Leikmenn River Plate eftir að dómari leiksins flautaði hann af. Vísir/Getty

Leikur River Plate og D­efensa y Justicia í argentínsku úr­vals­deildinni í gær­kvöldi var flautaður af eftir að stuðnings­maður River Plate féll úr mikilli hæ í einni af stúku leik­vangsins og lét lífið.

Greint er frá mála­vendingunum á vef BBC í morgun en at­vikið átti sér stað á Monu­mental leik­vanginum í Buenos Aires í Argentínu.

Dómari leiksins, Fernando Rapallini, fékk veður á mála­vöxtum og flautaði leikinn af. Sjúkra­liðar og lög­reglan á staðnum hófu um leið að rýma leik­vanginn.

Tals­maður River Plate greinir frá því að um­ræddur stuðnings­maður fé­lagsins hafi sam­stundis látið lítið og að rann­sókn hafi verið sett á lag­girnar til þess að komast til botns í málinu.

Leik­vangurinn er nú orðinn að vett­vangi lög­reglu og verður hann lokaður næsta sólar­hringinn eða svo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×