Liðið er nú handhafi þriggja stærstu titla Skotlands og er þetta í áttunda sinn í sögunni sem félaginu tekst að ná þeim áfanga.
Kyogo Furuhashi kom Celtic yfir í leik dagsins með marki á 38. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins.
Liel Abada tvöfaldaði síðan forystu Celtic með marki á 65. mínútu eftir stoðsendingu frá Callum McGregor.
Leikmenn Inverness náðu hins vegar að kveikja vonarneista með marki á 84. mínútu og staðan orðin 2-1 þegar aðeins nokkrar mínútur eftir lifðu leiks.
Þegar komið var í uppbótatíma venjulegs leiktíma náði Portúgalinn Jota hins vegar að gulltryggja sigur Celtic með marki eftir stoðsendingu frá Liel Abada.
Celtic þar með orðið skoskur bikarmeistari enn einu sinni.
1966/67
— Celtic Football Club (@CelticFC) June 3, 2023
1968/69
2000/01
2016/17
2017/18
2018/19
2019/20
2022/23
A world record EIGHT domestic Trebles for #CelticFC! pic.twitter.com/zTPhuj91Dr