Fótbolti

Celtic gull­tryggði sér skosku þrennuna

Aron Guðmundsson skrifar
Það hefur ekkert stöðvað Celtic á þessu tímabili í Skotlandi
Það hefur ekkert stöðvað Celtic á þessu tímabili í Skotlandi Vísir/Getty

Celtic tryggði sér í kvöld skosku þrennuna með 3-1 sigri á Inverness Caley Thistle í úrslitaleik skoska bikarsins. 

Liðið er nú handhafi þriggja stærstu titla Skotlands og er þetta í áttunda sinn í sögunni sem félaginu tekst að ná þeim áfanga. 

Kyogo Furuhashi kom Celtic yfir í leik dagsins með marki á 38. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. 

Liel Abada tvöfaldaði síðan forystu Celtic með marki á 65. mínútu eftir stoðsendingu frá Callum McGregor. 

Leikmenn Inverness náðu hins vegar að kveikja vonarneista með marki á 84. mínútu og staðan orðin 2-1 þegar aðeins nokkrar mínútur eftir lifðu leiks. 

Þegar komið var í uppbótatíma venjulegs leiktíma náði Portúgalinn Jota hins vegar að gulltryggja sigur Celtic með marki eftir stoðsendingu frá Liel Abada. 

Celtic þar með orðið skoskur bikarmeistari enn einu sinni. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.