Lilja undirbýr breytingar á auglýsinga-málum Ríkisútvarpsins Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2023 19:45 Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra segir umhverfi fjölmiðla hafa gjörbreyst á undanförnum áratug. Hún vonar að frumvarp hennar um fjölmiðla komi fram á næsta haustþingi. Stöð 2/Arnar Menningarmálaráðherra er að undirbúa starfshóp til að útfæra breytingar á auglýsingamálum Ríkisútvarpsins með það að markmiði að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Þá leggi hún vonandi fram frumvarp í haust um heildarstefnumótun fyrir íslenska fjölmiðla. Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar telur æskilegt að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður en auglýsendur geti pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins, þar sem fyrir liggi verðskrá sem ekki verði veittur afsláttur af. Þetta kom fram í nefndaráliti meirihlutans sem mælt var fyrir á Alþingi í gær. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hún leggi áherslu á fölbreytni í flóru fölmiðla með öflugu almannaútvarpi og einkareknum fölmiðlum.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa verið í umræðunni í talsverðan tíma. „Og ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég telji að hægt sé að breyta aðferðarfræði auglýsingadeildarinnar. Þetta hef ég rætt við útvarpsstjóra fyrir talsverðum tíma,“ segir Lilja. Verið væri að ganga frá skipan starfshóps undir formennsku Karls Garðarssonar fyrrverandi fjölmiðlamanns og þingmanns Framsóknarflokksins sem fara eigi yfir útfærslu þessara mála. En Lilja hefur líka boðað frumvarp um heildarstefnumótun um fjölmiðla og segir undirbúning þess ganga vel. Lilja Alfreðsdóttir hefur skipað Karl Garðarsson fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins og fjölmiðlamann til að leið starfshóp um breytingar á auglýhsingamálum Ríkisútvarpsins.Vísir „Það eru ýmsar nýjar tillögur sem koma fram til að styðja við umhverfi fjölmiðla. Ég tel að það lýðræðislega hlutverk sem fjölmiðlar gegna, ekki bara hér á landi heldur alls staðar, sé afar mikilvægt,“ segir ráðherra. Upplýst umræða og aðhald þeirra væri nauðsynleg í lýðræðislegri umræðu. Frumvarpið komi vonandi fram á haustþingi. Hún segir einnig nauðsynlegt að fjölmiðlar styrktu áskriftartekjur sínar. Þá væri líka unnið að skattalegum breytingum vegna samkeppni viðerlendar efnisveitur. „Umhverfi fjölmiðla hefur gjörbreyst bara á tíu árum. Vegna þess að auglýsingatekjurnar hafa í auknum mæli verið að renna til erlendra efnisveita. Þess vegna er rekstrarumhverfið erfitt. Vinna sem við erum núna að leggja af stað í með fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðar að því að ná betur utan um þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. 1. júní 2023 17:05 Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. 26. maí 2023 14:31 Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. 3. maí 2023 07:49 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar telur æskilegt að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður en auglýsendur geti pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins, þar sem fyrir liggi verðskrá sem ekki verði veittur afsláttur af. Þetta kom fram í nefndaráliti meirihlutans sem mælt var fyrir á Alþingi í gær. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hún leggi áherslu á fölbreytni í flóru fölmiðla með öflugu almannaútvarpi og einkareknum fölmiðlum.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa verið í umræðunni í talsverðan tíma. „Og ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég telji að hægt sé að breyta aðferðarfræði auglýsingadeildarinnar. Þetta hef ég rætt við útvarpsstjóra fyrir talsverðum tíma,“ segir Lilja. Verið væri að ganga frá skipan starfshóps undir formennsku Karls Garðarssonar fyrrverandi fjölmiðlamanns og þingmanns Framsóknarflokksins sem fara eigi yfir útfærslu þessara mála. En Lilja hefur líka boðað frumvarp um heildarstefnumótun um fjölmiðla og segir undirbúning þess ganga vel. Lilja Alfreðsdóttir hefur skipað Karl Garðarsson fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins og fjölmiðlamann til að leið starfshóp um breytingar á auglýhsingamálum Ríkisútvarpsins.Vísir „Það eru ýmsar nýjar tillögur sem koma fram til að styðja við umhverfi fjölmiðla. Ég tel að það lýðræðislega hlutverk sem fjölmiðlar gegna, ekki bara hér á landi heldur alls staðar, sé afar mikilvægt,“ segir ráðherra. Upplýst umræða og aðhald þeirra væri nauðsynleg í lýðræðislegri umræðu. Frumvarpið komi vonandi fram á haustþingi. Hún segir einnig nauðsynlegt að fjölmiðlar styrktu áskriftartekjur sínar. Þá væri líka unnið að skattalegum breytingum vegna samkeppni viðerlendar efnisveitur. „Umhverfi fjölmiðla hefur gjörbreyst bara á tíu árum. Vegna þess að auglýsingatekjurnar hafa í auknum mæli verið að renna til erlendra efnisveita. Þess vegna er rekstrarumhverfið erfitt. Vinna sem við erum núna að leggja af stað í með fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðar að því að ná betur utan um þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. 1. júní 2023 17:05 Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. 26. maí 2023 14:31 Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. 3. maí 2023 07:49 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. 1. júní 2023 17:05
Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. 26. maí 2023 14:31
Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. 3. maí 2023 07:49