Þá fjöllum við um gang kjaraviðræðna. Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni.
Umhverfisráðherra segir fyrirhugaða uppbyggingu í Skerjafirði stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu í uppsiglingu. Hann hvetur borgarstjórn til skipta um skoðun um framkvæmdir við strandlengjuna.
Þá verður fjallað um gríðarlega mikið sandfok á Ísafirði sem varð vegna mikilla tafa á framkvæmdum við höfnina. Hafnarstjóri segir málið bagalegt.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar.