Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Í hádegisfréttum verður rætt við föður stúlku með fötlun sem sagði þroskaskertan starfsmann sumarbúðanna í Reykjadal hafa brotið á sér kynferðislega. Faðirinn segir nýútkomna skýrslu um málið vera lið í því að ljúka málinu af hálfu fjölskyldunnar.

Þá fjöllum við um gang kjaraviðræðna. Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni.

Umhverfisráðherra segir fyrirhugaða uppbyggingu í Skerjafirði stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu í uppsiglingu. Hann hvetur borgarstjórn til skipta um skoðun um framkvæmdir við strandlengjuna. 

Þá verður fjallað um gríðarlega mikið sandfok á Ísafirði sem varð vegna mikilla tafa á framkvæmdum við höfnina. Hafnarstjóri segir málið bagalegt. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×