Fótbolti

Kapp­hlaupið um lausa miða á fyrsta leik Ís­lands undir stjórn Åge hefst í há­deginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmaður íslenska landsliðsins á EM í Englandi í fyrra.
Stuðningsmaður íslenska landsliðsins á EM í Englandi í fyrra. Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar sína fyrstu leiki undir stjórn Norðmannsins Åge Hareide í þessum mánuði. Það er búist við að margir vilji ná sér í miða á frumraun landsliðsþjálfarans með Ísland.

Hinn 69 ára gamli Åge Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn eftir tvo fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024.

Karlalandsliðið spilar tvo heimaleiki í júní en fyrri leikurinn er gegn Slóvakíu þann 17. júní klukkan 18:45 og sá seinni á móti Portúgal þann 20. Júní klukkan 18:45.

Almenn miðasala á fyrri leikinn, sem verður spilaður á Þjóðhátíðardaginn, hefst klukkan 12.00 í dag.

Almenn miðasala á leikinn á móti Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal hefst klukkan 12.00 á þriðjudaginn 6. júní.

Það hafa þegar margir miðar farið til þeirra sem keyptu miða á alla heimaleiki íslenska liðsins í undankeppninni en mótsmiðasölu lauk um miðjan maí og þar seldust hátt í tvö þúsund mótsmiðar. Áhugasamir að verða því að vera fljótir til þegar miðasalan opnar í dag.

Leikirnir eru liður í undankeppni EM 2024 þar sem Ísland situr í fjórða sæti í sínum riðli eftir tap gegn Bosníu-Hersegóvínu og stórsigur gegn Liechtenstein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×