Íslendingar fá engar bætur vegna hópsýkingar í Ischgl Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 14:58 Ischgl er gríðarlega vinsæll skíðastaður. Í upphafi covid faraldursins komu margir Íslendingar smitaðir þaðan. Getty Alríkisdómstóll í Austurríki hefur sýknað austurríska ríkið í máli covid sjúklings sem smitaðist í skíðabænum Ischgl. Ischgl komst í heimsfréttirnar í upphafi faraldursins þegar stóran hluta smita Evrópu mátti rekja þangað. Sá sem kærði málið var þýskur ferðamaður sem ferðaðist til Ischgl í Tírol héraði þann 7. mars árið 2020. Heimsótti hann nokkra skíðastaði og sneri aftur sex dögum síðar. Skömmu eftir heimkomuna fann hann fyrir einkennum covid sem hann síðan greindist með. Fréttastofan ABC greinir frá þessu. Krafðist Þjóðverjinn skaðabóta frá austurríska ríkinu á grundvelli aðgerðarleysis þess, og stjórnvalda í Tírol héraði. Það er að þau hefðu ekki brugðist við faraldrinum og því hafi fólk smitast. Tuttugu Íslendingar aðilar máls Íslendingar þekkja nafnið Ischgl vel enda komu fjölmargir Íslendingar smitaðir þaðan snemma í marsmánuði árið 2020. Eftir rannsókn á málinu upplýstu íslensk heilbrigðisyfirvöld þau austurrísku um smitin. Austurríkismenn hafa hins vegar verið sakaðir um að hlusta ekki á viðvaranir og halda skíðasvæðinu opnu of lengi. Málsókn Þjóðverjans er prófmál á vegum austurrísku neytendasamtakanna. Samtökin söfnuðu umbjóðendum í hópmálsókn og sökuðu stjórnvöld um að hafa hylmt yfir upplýsingar um útbreiðsluna í Iscghl. Sex þúsund manns frá 45 löndum, þar af 20 Íslendingar, tóku þátt í hópmálsókninni. Að minnsta kosti 27 af þeim hafa látið lífið vegna covid. Tilkynningin varfærnisleg Í dóminum segir að héraðsyfirvöld í Tírol hefðu ekki gefið réttar upplýsingar í tilkynningu þann 5. mars árið 2020, um smitaða Íslendinga. En haldið var fram að þeir hefðu smitast í flugvélinni á leiðinni heim frá Munchen en ekki í Tírol. Gögn málsins sína að yfirvöld hefðu þegar fengið upplýsingar um að að minnsta kosti einn þeirra hefði sýnt einkenni covid. Hins vegar hafi tilkynningin verið varfærnislega orðuð og þar sagt að frekari upplýsingar ættu eftir að koma í ljós. Þessi tilkynning væri því ekki næg til þess að skapa bótaskyldu á grundvelli þess að fólk hefði smitast á skíðahóteli. Ekki búið Peter Kolba, forstjóri austurrísku neytendasamtakanna, sagði dóminn „mikil vonbrigði fyrir fólk frá 45 löndum sem hefði sumt þjáðst mikið vegna mistaka héraðsstjórnarinnar í Tírol.“ Í yfirlýsingu hans segir að samtökin muni núna fara vel yfir dóminn og ræða næstu skref til að sækja bætur fyrir sína umbjóðendur. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Íslendingar erlendis Skíðasvæði Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Sá sem kærði málið var þýskur ferðamaður sem ferðaðist til Ischgl í Tírol héraði þann 7. mars árið 2020. Heimsótti hann nokkra skíðastaði og sneri aftur sex dögum síðar. Skömmu eftir heimkomuna fann hann fyrir einkennum covid sem hann síðan greindist með. Fréttastofan ABC greinir frá þessu. Krafðist Þjóðverjinn skaðabóta frá austurríska ríkinu á grundvelli aðgerðarleysis þess, og stjórnvalda í Tírol héraði. Það er að þau hefðu ekki brugðist við faraldrinum og því hafi fólk smitast. Tuttugu Íslendingar aðilar máls Íslendingar þekkja nafnið Ischgl vel enda komu fjölmargir Íslendingar smitaðir þaðan snemma í marsmánuði árið 2020. Eftir rannsókn á málinu upplýstu íslensk heilbrigðisyfirvöld þau austurrísku um smitin. Austurríkismenn hafa hins vegar verið sakaðir um að hlusta ekki á viðvaranir og halda skíðasvæðinu opnu of lengi. Málsókn Þjóðverjans er prófmál á vegum austurrísku neytendasamtakanna. Samtökin söfnuðu umbjóðendum í hópmálsókn og sökuðu stjórnvöld um að hafa hylmt yfir upplýsingar um útbreiðsluna í Iscghl. Sex þúsund manns frá 45 löndum, þar af 20 Íslendingar, tóku þátt í hópmálsókninni. Að minnsta kosti 27 af þeim hafa látið lífið vegna covid. Tilkynningin varfærnisleg Í dóminum segir að héraðsyfirvöld í Tírol hefðu ekki gefið réttar upplýsingar í tilkynningu þann 5. mars árið 2020, um smitaða Íslendinga. En haldið var fram að þeir hefðu smitast í flugvélinni á leiðinni heim frá Munchen en ekki í Tírol. Gögn málsins sína að yfirvöld hefðu þegar fengið upplýsingar um að að minnsta kosti einn þeirra hefði sýnt einkenni covid. Hins vegar hafi tilkynningin verið varfærnislega orðuð og þar sagt að frekari upplýsingar ættu eftir að koma í ljós. Þessi tilkynning væri því ekki næg til þess að skapa bótaskyldu á grundvelli þess að fólk hefði smitast á skíðahóteli. Ekki búið Peter Kolba, forstjóri austurrísku neytendasamtakanna, sagði dóminn „mikil vonbrigði fyrir fólk frá 45 löndum sem hefði sumt þjáðst mikið vegna mistaka héraðsstjórnarinnar í Tírol.“ Í yfirlýsingu hans segir að samtökin muni núna fara vel yfir dóminn og ræða næstu skref til að sækja bætur fyrir sína umbjóðendur.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Íslendingar erlendis Skíðasvæði Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41
Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23. mars 2020 16:37
Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20