Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:15 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Átta af þeim 26 sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum á þessu svæði, hinir voru á Norður-Ítalíu. vísir/getty Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair í Munchen. Hinir átján höfðu verið á skíðum á Norður-Ítalíu. Fólkið sem greindist í dag var allt í heimasóttkví þegar það greindist. Um tvær erlendar hópsýkingar að ræða, það er að segja ekkert smit hefur komið innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þó yfirvöld aðeins hugsi yfir því hversu margir Íslendingar hafa verið á skíðum á þessu sama svæði í Austurríki undanfarið. „Þetta er fólk sem er á eigin vegum þannig að við höfum ekki mynd af því hvort fleiri Íslendingar hafi verið á þessu svæði og komið heim núna um helgina,“ segir Víðir. Þá er ekki vitað hvort einhverjir Íslendingar séu í Ischgl. „Við höfum áhyggjur af því hvort það séu einhverjir þarna úti sem voru á ferð þarna og hafi engin tengsl við þessa einstaklinga, hafi komið heim og séu ekkert að tengja við umræðuna um kórónuveiruna. Þannig að ef það eru einstaklingar þarna úti sem hafa verið á þessu skíðasvæði og finna fyrir einhverjum einkennum þá mega þeir hringja í 1700,“ segir Víðir. Ef það séu síðan einhverjir Íslendingar núna á skíðum í Ischgl bendir Víðir þeim á að senda tölvupóst á almannavarnir@logreglan.is eða Facebook-skilaboð í gegnum síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og láta vita af sér. Þeir átta sem hafa greinst nú voru ekki á ferðalagi saman í Ischgl heldur voru þetta tveir hópar að sögn Víðis. Hóparnir voru á skíðum á sama tíma og á sama skíðasvæði en ekki öll á sama hóteli. Það séu hins vegar einhverjir veitingastaðir sem tengja hópana saman. „Þetta er fólk á skíðasvæði þannig að það er að matast á sömu veitingastöðum og svoleiðis,“ segir Víðir. Austurríki er ekki á lista yfir lönd þar sem smitáhætta er talin mikil líkt og Ítalía, Íran, Suður-Kórea og Kína. Aðspurður hvort íslensk yfirvöld geti sett Austurríki á slíkan lista segir Víðir sóttvarnalækni hafa fulla heimild til þess. „Það fer fram ákveðið hættumat. Þetta er unnið með ákveðnum hætti, það er kannaður fjöldi smitaðra, það er kannað hvernig staðan er og það er kannað hvort það séu augljósir snertifletir í þessu og annað slíkt. Þannig að það eru nokkur atriði sem þurfa að liggja að baki ákvörðuninni og það er bara hlutur sem við erum að skoða núna, hvort við eigum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana gagnvart þessu skíðasvæði. En stóri munurinn á milli Austurríkis og Ítalíu er að það er ekki faraldur í Austurríki,“ segir Víðir en bætir við að það sé áhyggjuefni að sjá svona klasa tilfella myndast á einum stað.Fréttin hefur verið uppfærð. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair í Munchen. Hinir átján höfðu verið á skíðum á Norður-Ítalíu. Fólkið sem greindist í dag var allt í heimasóttkví þegar það greindist. Um tvær erlendar hópsýkingar að ræða, það er að segja ekkert smit hefur komið innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þó yfirvöld aðeins hugsi yfir því hversu margir Íslendingar hafa verið á skíðum á þessu sama svæði í Austurríki undanfarið. „Þetta er fólk sem er á eigin vegum þannig að við höfum ekki mynd af því hvort fleiri Íslendingar hafi verið á þessu svæði og komið heim núna um helgina,“ segir Víðir. Þá er ekki vitað hvort einhverjir Íslendingar séu í Ischgl. „Við höfum áhyggjur af því hvort það séu einhverjir þarna úti sem voru á ferð þarna og hafi engin tengsl við þessa einstaklinga, hafi komið heim og séu ekkert að tengja við umræðuna um kórónuveiruna. Þannig að ef það eru einstaklingar þarna úti sem hafa verið á þessu skíðasvæði og finna fyrir einhverjum einkennum þá mega þeir hringja í 1700,“ segir Víðir. Ef það séu síðan einhverjir Íslendingar núna á skíðum í Ischgl bendir Víðir þeim á að senda tölvupóst á almannavarnir@logreglan.is eða Facebook-skilaboð í gegnum síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og láta vita af sér. Þeir átta sem hafa greinst nú voru ekki á ferðalagi saman í Ischgl heldur voru þetta tveir hópar að sögn Víðis. Hóparnir voru á skíðum á sama tíma og á sama skíðasvæði en ekki öll á sama hóteli. Það séu hins vegar einhverjir veitingastaðir sem tengja hópana saman. „Þetta er fólk á skíðasvæði þannig að það er að matast á sömu veitingastöðum og svoleiðis,“ segir Víðir. Austurríki er ekki á lista yfir lönd þar sem smitáhætta er talin mikil líkt og Ítalía, Íran, Suður-Kórea og Kína. Aðspurður hvort íslensk yfirvöld geti sett Austurríki á slíkan lista segir Víðir sóttvarnalækni hafa fulla heimild til þess. „Það fer fram ákveðið hættumat. Þetta er unnið með ákveðnum hætti, það er kannaður fjöldi smitaðra, það er kannað hvernig staðan er og það er kannað hvort það séu augljósir snertifletir í þessu og annað slíkt. Þannig að það eru nokkur atriði sem þurfa að liggja að baki ákvörðuninni og það er bara hlutur sem við erum að skoða núna, hvort við eigum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana gagnvart þessu skíðasvæði. En stóri munurinn á milli Austurríkis og Ítalíu er að það er ekki faraldur í Austurríki,“ segir Víðir en bætir við að það sé áhyggjuefni að sjá svona klasa tilfella myndast á einum stað.Fréttin hefur verið uppfærð.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00
Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05
Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36