Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Í hádegisfréttum okkar segjum við frá glænýrri könnun Maskínu sem sýnir breytt viðhorf Íslendinga til hvalveiða og ræðum við almannatengil um niðurstöðurnar. Hann segir hvalveiðar orðið mun pólitískara mál en áður.

Við ræðum við Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB, sem fundaði fram á nótt með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún heldur á ný til fundar eftir hádegi og segir að nú þokist viðræður áfram.

Forseti Úkraínu sagði við komuna á fund Evrópuleiðtoga í Moldavíu í dag að mikilvægt væri að Úkraína fengi aðild bæði að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir fundinn sem haldinn er að frumkvæði forseta Frakklands.

Við fjöllum um vistaskipti í húsakynnum ríkissáttasemjara og skaðaminnkun.

Þetta og margt, margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×