Ruddust inn á bæjarskrifstofurnar þegar enginn kom til að ræða við þau Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2023 11:56 Vísir/Elísabet Inga Mikill fjöldi fólks ruddist inn á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar skömmu fyrir hádegi eftir að það hafði komið saman, staðið og mótmælt fyrir utan skrifstofur sveitarfélagsins klukkan 11 til að sýna leikskólastarfsmönnum stuðning. Fréttamaður fréttastofu er á staðnum og segir að fólk hafi þar staðið og blöskrað þegar hvorki bæjarstjóri né nokkur annar frá bænum hafi komið út og rætt við það. Því hafi verið ákveðið að halda inn á skrifstofurnar. Verið er að þrýsta á sveitarfélagið að semja við starfsfólk leikskólanna sem er í BSRB, en kjaradeilan virðist enn vera í hnút. Vísir/Elísabet Inga Fólkið hefur spilað háværa barnatónlist frá því að mótmælin hófust og var því haldið áfram inni á bæjarskrifstofunum. Nú skömmu fyrir klukkan 12 barst tilkynning frá Kópavogsbæ þar sem áréttað er að Kópavogsbær hafi falið Sambandi íslenskra sveitarfélag fullnaðarumboð til kjarasamningsgeðrar. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hafi því ekki beina aðkomu að kjaraviðræðunum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Fréttatilkynning Kópavogsbæjar í heild sinni: Vegna kjaradeilna bæjarstarfmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu vill Kópavogsbær koma eftirfarandi á framfæri: Kópavogsbær áréttar að samningsumboð bæjarins liggur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðum bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu. Sveitarfélög, Kópavogur þar með talinn, hefur falið Sambandinu fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar við viðsemjendur sína. Bæjarstjóri Kópavogs hefur þannig ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Kópavogsbær hefur skilning á þeim áhrifum sem kjaradeilan hefur á starfsfólk, foreldra og börn og vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Nánari upplýsingar um kjaraviðræður Sambandsins við BSRB veita framkvæmdastjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá má myndir úr Kópavoginum að neðan. Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Kjaraviðræður 2022-23 Kópavogur Kjaramál Tengdar fréttir Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Fréttamaður fréttastofu er á staðnum og segir að fólk hafi þar staðið og blöskrað þegar hvorki bæjarstjóri né nokkur annar frá bænum hafi komið út og rætt við það. Því hafi verið ákveðið að halda inn á skrifstofurnar. Verið er að þrýsta á sveitarfélagið að semja við starfsfólk leikskólanna sem er í BSRB, en kjaradeilan virðist enn vera í hnút. Vísir/Elísabet Inga Fólkið hefur spilað háværa barnatónlist frá því að mótmælin hófust og var því haldið áfram inni á bæjarskrifstofunum. Nú skömmu fyrir klukkan 12 barst tilkynning frá Kópavogsbæ þar sem áréttað er að Kópavogsbær hafi falið Sambandi íslenskra sveitarfélag fullnaðarumboð til kjarasamningsgeðrar. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hafi því ekki beina aðkomu að kjaraviðræðunum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Fréttatilkynning Kópavogsbæjar í heild sinni: Vegna kjaradeilna bæjarstarfmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu vill Kópavogsbær koma eftirfarandi á framfæri: Kópavogsbær áréttar að samningsumboð bæjarins liggur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðum bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu. Sveitarfélög, Kópavogur þar með talinn, hefur falið Sambandinu fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar við viðsemjendur sína. Bæjarstjóri Kópavogs hefur þannig ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Kópavogsbær hefur skilning á þeim áhrifum sem kjaradeilan hefur á starfsfólk, foreldra og börn og vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Nánari upplýsingar um kjaraviðræður Sambandsins við BSRB veita framkvæmdastjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá má myndir úr Kópavoginum að neðan. Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga
Fréttatilkynning Kópavogsbæjar í heild sinni: Vegna kjaradeilna bæjarstarfmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu vill Kópavogsbær koma eftirfarandi á framfæri: Kópavogsbær áréttar að samningsumboð bæjarins liggur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðum bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu. Sveitarfélög, Kópavogur þar með talinn, hefur falið Sambandinu fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar við viðsemjendur sína. Bæjarstjóri Kópavogs hefur þannig ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Kópavogsbær hefur skilning á þeim áhrifum sem kjaradeilan hefur á starfsfólk, foreldra og börn og vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Nánari upplýsingar um kjaraviðræður Sambandsins við BSRB veita framkvæmdastjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Kjaraviðræður 2022-23 Kópavogur Kjaramál Tengdar fréttir Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59
Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18
„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22