„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Máni Snær Þorláksson skrifar 27. maí 2023 16:22 Ína Kristín Bjarnadóttir vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Vísir/Aðsend/Vilhelm Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. Ína Kristín Bjarnadóttir er ein þeirra sem hefur orðið fyrir áhrifum verkfalla BSRB að undanförnu. Bæði er hún sjálf starfsmaður í grunnskóla í Kópavogi og svo er þriggja ára dóttir hennar á leikskóla í bænum. Í samtali við fréttastofu segir Ína að á leikskólanum hafi verið töluverð skerðing á þjónustunni. Einungis hluti barnanna hafi fengið að mæta um morguninn en svo hafi önnur börn fengið að mæta klukkan tólf. Það geti verið erfitt fyrir fólk að púsla því saman með vinnu. „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima og látið hana labba út í leikskóla.“ Fjölskyldan hafi því þurft að grípa til þess að eyða frídögum til að brúa bilið. „Á miðvikudaginn í næstu viku þá er pabbi hennar að taka frí af því þá mætir hún klukkan 8:25 til 11:30. Hann þarf að taka frí í vinnunni til þess að vera heima með henni á meðan ég er í vinnunni.“ „Þetta er svo sturlað“ Ína furðar sig á því að sambandið sé ekki tilbúið að samþykkja kröfur BSRB. „Það er ekki verið að tala um að biðja um fjórar milljónir útborgað í laun. Það er bara verið að biðja um laun svo fólk geti lifað eðlilegu lífi,“ segir hún. „Margir eru fastir á leigumarkaði og hafa ekki einu sinni neitt á milli handanna til þess að klára að borga reikninga. Þetta er svo sturlað.“ Hún segir sambandið þurfa að „rífa sig í gang“ svo hægt sé að ganga frá kjarasamningum. Finna fyrir miklum stuðningi Það virðist þó ekki vera sem samningar náist fljótlega. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræðurnar þokast alltof hægt. „Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúin til viðræðna hvenær sem er og það er raunverulega þannig að það er hægt að ganga frá kjarasamningi fljótt og vel,“ segir Sonja í samtali við fréttastofu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki sé búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Þá segist hún ekki hafa heyrt af neinum brotum á verkföllum í dag. „Okkar verkfallsverðir eru búnir að vera að fara á milli og það er bara allt með ró og spekt.“ Þau finni fyrir mjög miklum stuðningi í samfélaginu í baráttunni. Fólk sem hefur orðið fyrir skerðingu á þjónustu vegna verkfalla hafi lýst yfir stuðningi við félagið. „Svo finnum við líka að stjórnendur inni á vinnustöðunum sjálfum vilja fá leiðréttingu á þessum mismun. Þeim finnst þetta mjög bagalegt ástand að búa við inni á vinnustaðnum. Þetta hefur auðvitað áhrif á móralinn og hvernig fólki líður.“ Fleiri verkföll á döfinni Gripið verður til fleiri verkfallsaðgerða á næstu vikum að öllu óbreyttu. Sonja segir að um stigmagnandi aðgerðir sé að ræða. „Þetta eru mjög fjölbreyttir félagar hjá okkur, þar á meðal starfsfólk í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum, sem eru að verða fyrir þessu sama. Þau eru að vinna við hliðina á fólki sem fékk launahækkun í janúar en tilboðið til okkur er með launahækkun frá apríl. Sem þýðir þá þriggja mánaða munur á launahækkunum.“ BSRB ætli sér ekki að sætta sig við tilboð Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Við höldum bara áfram ótrauð. Það eru auðvitað aðgerðir líka í næstu viku í ellefu sveitarfélögum, það eru félagar okkar sem starfa á leikskólunum aðleggja niður störf. Svo bætist í sveitarfélögin og fjölbreytileika starfanna á næstu vikum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Leikskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Ína Kristín Bjarnadóttir er ein þeirra sem hefur orðið fyrir áhrifum verkfalla BSRB að undanförnu. Bæði er hún sjálf starfsmaður í grunnskóla í Kópavogi og svo er þriggja ára dóttir hennar á leikskóla í bænum. Í samtali við fréttastofu segir Ína að á leikskólanum hafi verið töluverð skerðing á þjónustunni. Einungis hluti barnanna hafi fengið að mæta um morguninn en svo hafi önnur börn fengið að mæta klukkan tólf. Það geti verið erfitt fyrir fólk að púsla því saman með vinnu. „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima og látið hana labba út í leikskóla.“ Fjölskyldan hafi því þurft að grípa til þess að eyða frídögum til að brúa bilið. „Á miðvikudaginn í næstu viku þá er pabbi hennar að taka frí af því þá mætir hún klukkan 8:25 til 11:30. Hann þarf að taka frí í vinnunni til þess að vera heima með henni á meðan ég er í vinnunni.“ „Þetta er svo sturlað“ Ína furðar sig á því að sambandið sé ekki tilbúið að samþykkja kröfur BSRB. „Það er ekki verið að tala um að biðja um fjórar milljónir útborgað í laun. Það er bara verið að biðja um laun svo fólk geti lifað eðlilegu lífi,“ segir hún. „Margir eru fastir á leigumarkaði og hafa ekki einu sinni neitt á milli handanna til þess að klára að borga reikninga. Þetta er svo sturlað.“ Hún segir sambandið þurfa að „rífa sig í gang“ svo hægt sé að ganga frá kjarasamningum. Finna fyrir miklum stuðningi Það virðist þó ekki vera sem samningar náist fljótlega. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræðurnar þokast alltof hægt. „Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúin til viðræðna hvenær sem er og það er raunverulega þannig að það er hægt að ganga frá kjarasamningi fljótt og vel,“ segir Sonja í samtali við fréttastofu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki sé búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Þá segist hún ekki hafa heyrt af neinum brotum á verkföllum í dag. „Okkar verkfallsverðir eru búnir að vera að fara á milli og það er bara allt með ró og spekt.“ Þau finni fyrir mjög miklum stuðningi í samfélaginu í baráttunni. Fólk sem hefur orðið fyrir skerðingu á þjónustu vegna verkfalla hafi lýst yfir stuðningi við félagið. „Svo finnum við líka að stjórnendur inni á vinnustöðunum sjálfum vilja fá leiðréttingu á þessum mismun. Þeim finnst þetta mjög bagalegt ástand að búa við inni á vinnustaðnum. Þetta hefur auðvitað áhrif á móralinn og hvernig fólki líður.“ Fleiri verkföll á döfinni Gripið verður til fleiri verkfallsaðgerða á næstu vikum að öllu óbreyttu. Sonja segir að um stigmagnandi aðgerðir sé að ræða. „Þetta eru mjög fjölbreyttir félagar hjá okkur, þar á meðal starfsfólk í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum, sem eru að verða fyrir þessu sama. Þau eru að vinna við hliðina á fólki sem fékk launahækkun í janúar en tilboðið til okkur er með launahækkun frá apríl. Sem þýðir þá þriggja mánaða munur á launahækkunum.“ BSRB ætli sér ekki að sætta sig við tilboð Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Við höldum bara áfram ótrauð. Það eru auðvitað aðgerðir líka í næstu viku í ellefu sveitarfélögum, það eru félagar okkar sem starfa á leikskólunum aðleggja niður störf. Svo bætist í sveitarfélögin og fjölbreytileika starfanna á næstu vikum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Leikskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira