Fyrrverandi landsliðsmaður Hollands grunaður um stórfellt kókaínsmygl Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 22:46 Quincy Promes er grunaður um að hafa átt hlut í stórfelldu kókaínsmygli. Marcel ter Bals/BSR Agency/Getty Images Quincy Promes, leikmaður Spartak Moskvu og fyrrverandi leikmaður hollenska landsliðsins í fótbolta, er grunaður um að eiga þátt í stórfelldu kókaínsmygli til heimalandsins. Samkvæmt hollenska saksóknaraembættinu á Promes að hafa átt þátt í því að smygla 1.362 kílóum af kókaíni til Hollands eða Belgíu. Hollenska dagblaðið Het Parool segir frá því að málið verði tekið fyrir við hollenskan dómstól næstkomandi mánudag. Promes er 31 árs gamall framherji sem á að baki 50 leiki fyrir hollenska landsliðið. Hann gekk í raðir Spartak Moskvu árið 2021, en hefur einnig leikið fyrir lið á borð við Ajax, Sevilla og Twente. Orðinn góðkunningi lögreglu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn kemst í kast við lögin, en árið 2021 var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps. Það mál kom upp þegar hann var þegar orðinn leikmaður Spartak Moskvu, en atvikið átti sér stað ári áður þegar hann var enn leikmaður Ajax í heimalandi sínu. Þar mun Promes hafa lent í áflogum við skyldmenni sitt sem endaði með því að fjölskyldumeðlimurinn var stunginn með hníf og hlaut alvarleg meiðsli. Þá ku sá hinn sami einnig hafa meiðst á hné í áflogunum. Promes var í kjölfarið ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps og verður það mál sömuleiðis tekið fyrir rétti á mánudaginn kemur. Leikmaðurinn hefur alla tíð neitað sök í málinu sem lítur að líkamsárás og tilraun til manndráps, en hefur ekki tjáð sig um kókaínsmyglið. 🚨 𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Former Netherlands winger Quincy Promes is prosecuted for importing more than 1300 kilos of cocaine, with a value of €75M. (Source: @NOS) pic.twitter.com/s1EmKhnrVb— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 30, 2023 Fótbolti Smygl Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Samkvæmt hollenska saksóknaraembættinu á Promes að hafa átt þátt í því að smygla 1.362 kílóum af kókaíni til Hollands eða Belgíu. Hollenska dagblaðið Het Parool segir frá því að málið verði tekið fyrir við hollenskan dómstól næstkomandi mánudag. Promes er 31 árs gamall framherji sem á að baki 50 leiki fyrir hollenska landsliðið. Hann gekk í raðir Spartak Moskvu árið 2021, en hefur einnig leikið fyrir lið á borð við Ajax, Sevilla og Twente. Orðinn góðkunningi lögreglu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn kemst í kast við lögin, en árið 2021 var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps. Það mál kom upp þegar hann var þegar orðinn leikmaður Spartak Moskvu, en atvikið átti sér stað ári áður þegar hann var enn leikmaður Ajax í heimalandi sínu. Þar mun Promes hafa lent í áflogum við skyldmenni sitt sem endaði með því að fjölskyldumeðlimurinn var stunginn með hníf og hlaut alvarleg meiðsli. Þá ku sá hinn sami einnig hafa meiðst á hné í áflogunum. Promes var í kjölfarið ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps og verður það mál sömuleiðis tekið fyrir rétti á mánudaginn kemur. Leikmaðurinn hefur alla tíð neitað sök í málinu sem lítur að líkamsárás og tilraun til manndráps, en hefur ekki tjáð sig um kókaínsmyglið. 🚨 𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: Former Netherlands winger Quincy Promes is prosecuted for importing more than 1300 kilos of cocaine, with a value of €75M. (Source: @NOS) pic.twitter.com/s1EmKhnrVb— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 30, 2023
Fótbolti Smygl Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira