Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. maí 2023 07:46 Repúblikaninn Graham er einn dyggasti stuðningsmaður Úkraínumanna vestanhafs. Getty/Alex Wong Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. Myndskeiðið var birt af skrifstofu Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta eftir fund hans og Graham í Kænugarði á föstudag. Á myndskeiðinu heyrist Gramham kalla fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna til handa Úkraínu bestu fjárfestinguna sem þeir hafa lagt í. Þá minnist hann á að rússneskir hermenn séu að deyja. Graham sagði á Twitter í gær að það hefði glatt hann mjög að heyra hversu mikið stuðningur hans við Úkraínu færi í taugarnar á stjórnvöldum í Moskvu. Þá sagði hann um handtökuskipunina að hann myndi beygja sig undir vald Alþjóðaglæpadómstólsins ef Vladimir Pútín og félagar hans gerðu slíkt hið sama. To know that my commitment to Ukraine has drawn the ire of Putin s regime brings me immense joy. I will continue to stand with and for Ukraine s freedom until every Russian soldier is expelled from Ukrainian territory.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023 Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar, sagði um ummæli Graham að hann gæti ekki ímyndað sér verri skömm fyrir nokkuð ríki en að eiga öldungadeildarþingmann eins og hann. Eftir að Rússar létu óánægju sína í ljós birtu Úkraínumenn myndskeiðið óklippt en þar mátti sjá að ummælin um fjárhagsaðstoðina annars vegar og dauða rússneskra hermanna hins vegar voru ekki látin falla í samhengi. Þannig var Graham að rifja upp hvernig margir hefðu ekki talið að Úkraínumenn myndu standa í lappirnar nema í nokkra daga eftir innrásina þegar hann sagði að þess í stað væru það nú Rússar sem væru að falla á vígvellinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar láta Graham æsa sig upp en hann vakti mikla reiði í Mosvku í fyrra þegar hann sagði á Twitter að eina leiðin til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu væri að „taka út“ Pútín. Good news and bad news about Russian efforts to arrest and try me for speaking the truth.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Myndskeiðið var birt af skrifstofu Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta eftir fund hans og Graham í Kænugarði á föstudag. Á myndskeiðinu heyrist Gramham kalla fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna til handa Úkraínu bestu fjárfestinguna sem þeir hafa lagt í. Þá minnist hann á að rússneskir hermenn séu að deyja. Graham sagði á Twitter í gær að það hefði glatt hann mjög að heyra hversu mikið stuðningur hans við Úkraínu færi í taugarnar á stjórnvöldum í Moskvu. Þá sagði hann um handtökuskipunina að hann myndi beygja sig undir vald Alþjóðaglæpadómstólsins ef Vladimir Pútín og félagar hans gerðu slíkt hið sama. To know that my commitment to Ukraine has drawn the ire of Putin s regime brings me immense joy. I will continue to stand with and for Ukraine s freedom until every Russian soldier is expelled from Ukrainian territory.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023 Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar, sagði um ummæli Graham að hann gæti ekki ímyndað sér verri skömm fyrir nokkuð ríki en að eiga öldungadeildarþingmann eins og hann. Eftir að Rússar létu óánægju sína í ljós birtu Úkraínumenn myndskeiðið óklippt en þar mátti sjá að ummælin um fjárhagsaðstoðina annars vegar og dauða rússneskra hermanna hins vegar voru ekki látin falla í samhengi. Þannig var Graham að rifja upp hvernig margir hefðu ekki talið að Úkraínumenn myndu standa í lappirnar nema í nokkra daga eftir innrásina þegar hann sagði að þess í stað væru það nú Rússar sem væru að falla á vígvellinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar láta Graham æsa sig upp en hann vakti mikla reiði í Mosvku í fyrra þegar hann sagði á Twitter að eina leiðin til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu væri að „taka út“ Pútín. Good news and bad news about Russian efforts to arrest and try me for speaking the truth.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) May 29, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira