Um sannkallaðan sex stiga leik var að ræða í dag. Lyngby sat á botni deildarinnar með 24 stig en gat með sigri jafnað AaB, sem sat í síðasta örugga sæti deildarinnar með 27 stig, að stigum.
Bæði Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson voru í byrjunarliði Lyngby en Alfreð Finnbogason tók út leikbann.
Leikurinn byrjaði vel fyrir Lyngby því að á 24. mínútu kom Petur Knudsen liðinu yfir með marki eftir stoðsendingu frá Willy Kumado.
Þannig stóðu leikar allt þar til skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks þegar að Lars Kamer jafnaði metin fyrir AaB.
Lyngby fékk þar með á sig jöfnunarmark á versta tíma en lærisveinar Freys mættu tilbúnir í seinni hálfleikinn.
Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks kom Frederik Gytkær Lyngby yfir með marki eftir stoðsendingu frá Pascal Gregor og reyndist það sigurmark leiksins.
Lyngby fór því af hólmi með afar mikilvægan sigur. AaB, Horsens og Lyngby eru því öll jöfn að stigum fyrir lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar.
AaB er í síðasta örugga sætinu á markatölu en Horsens og Lyngby munu mætast í lokaumferð deildarinnar í leik sem gæti tryggt öðru hvoru liðinu áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni.
Horsens og Lyngby munu mætast í lokaumferð deildarinnar í leik sem gæti tryggt öðru hvoru liðinu áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni. AaB mætir Silkeborg í sömu umferð.