Fótbolti

Læri­sveinar Freys unnu gríðar­lega mikil­vægan sigur

Aron Guðmundsson skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni Vísir/Getty

Læri­sveinar Freys Alexanders­sonar í Lyng­by unnu í dag gríðar­lega mikil­vægan sigur á AaB í fall­bar­áttu dönsku úr­vals­deildarinnar í knatt­spyrnu. Lyng­by á mögu­leika á því að tryggja sér á­fram­haldandi veru í dönsku úr­vals­deildinni fyrir loka­um­ferð deildarinnar.

Um sann­kallaðan sex stiga leik var að ræða í dag. Lyng­by sat á botni deildarinnar með 24 stig en gat með sigri jafnað AaB, sem sat í síðasta örugga sæti deildarinnar með 27 stig, að stigum.

Bæði Sæ­var Atli Magnús­son og Kol­beinn Finns­son voru í byrjunar­liði Lyng­by en Al­freð Finn­boga­son tók út leik­bann.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Lyng­by því að á 24. mínútu kom Petur Knudsen liðinu yfir með marki eftir stoð­sendingu frá Willy Kuma­do.

Þannig stóðu leikar allt þar til skömmu fyrir lok fyrri hálf­leiks þegar að Lars Kamer jafnaði metin fyrir AaB.

Lyng­by fékk þar með á sig jöfnunar­mark á versta tíma en læri­sveinar Freys mættu til­búnir í seinni hálf­leikinn.

Strax á fyrstu mínútu seinni hálf­leiks kom Frederik Gyt­kær Lyng­by yfir með marki eftir stoð­sendingu frá Pas­cal Gregor og reyndist það sigur­mark leiksins.

Lyng­by fór því af hólmi með afar mikil­vægan sigur. AaB, Hor­sens og Lyng­by eru því öll jöfn að stigum fyrir loka­um­ferð dönsku úr­vals­deildarinnar.

AaB er í síðasta örugga sætinu á marka­tölu en Hor­sens og Lyng­by munu mætast í loka­um­ferð deildarinnar í leik sem gæti tryggt öðru hvoru liðinu á­fram­haldandi veru í dönsku úr­vals­deildinni.

Horsens og Lyngby munu mætast í lokaumferð deildarinnar í leik sem gæti tryggt öðru hvoru liðinu áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni. AaB mætir Silkeborg í sömu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×