Innlent

Kjarnorkuvopn fyrir öll ríki sem gangi til liðs við ríkjasambandið

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Pútín og Lukashenko hafa styrkt böndin töluvert frá innrás Rússa í Úkraínu.
Pútín og Lukashenko hafa styrkt böndin töluvert frá innrás Rússa í Úkraínu. Getty

Alexander Lukashenko, forseti Belarús, heitir því að öll ríki sem ganga til liðs við ríkjasamband Rússlands og Belarús fái kjarnorkuvopn. Böndin milli ríkjanna hafa styrkst töluvert frá innrás Rússa í Úkraínu.

Í síðustu viku var tilkynnt um frekari flutning kjarnorkuvopna frá Rússlandi til Belarús og eru vopnin nú þegar á leið til landsins, að sögn Vladimír Pútíns, Rússalandsforseta.

Í viðtali við Rússneska ríkisstöð sagði Lukashenko að um væri að ræða einstakt tækifæri til að styrkja böndin milli ríkjanna. 

„Ef einhver er uggandi yfir þróuninni er svarið einfalt: að ganga til liðs við sambandsríki Rússlands og Belarús og þá eru kjarnorkuvopn til reiðu fyrir ríkin öll,“ sagði Lukashenko. Ekki er ljóst við hvaða ríki hann átti eða hvernig innlimun í hið svokallaða sambandsríki yrði háttað.

Böndin milli ríkjanna hafa styrkst töluvert frá innrás Rússa í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Þá réðust Rússar inn Chernihiv-hérað úr norðri frá Belarús.

Pútín tilkynnti um flutning kjarnorkuvopna til Belarús í mars og er þar um að ræða fyrstu kjarnorkuvopnaflutninga milli ríkjanna frá falli Sovétríkjanna.

Yfirmaður öryggisráðs Belarús sagði í viðtali í ríkissjónvarpi Belarús um helgina að Vesturlönd hafi knúið stjórnvöld þar í landi til að taka á móti kjarnorkuvopnum frá Rússum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×