Fótbolti

Al-Nassr og Ron­aldo úr leik í titil­bar­áttunni

Aron Guðmundsson skrifar
Ronaldo er fyrirliði Al-Nassr
Ronaldo er fyrirliði Al-Nassr Vísir/Getty

Al-Nassr verður ekki sádi-arabískur meistari í knatt­spyrnu þetta tíma­bilið. Það varð ljóst eftir 1-1 jafn­tefli liðsins gegn Al-Ettifaq.

Ljóst er nú að ekkert lið á töl­fræði­legan mögu­leika á því að skáka topp­liði Al-Itti­had í loka­um­ferð sádi-arabísku deildarinnar, liðið er með fimm stiga for­skot á toppi deildarinnar á meðan að Al-Nassr situr í 2. sæti.

Ron­aldo bar fyrir­liða­bandið í liði Al-Nassr í leiknum sem á endanum varð til þess að gera út um mögu­leika liðsins á titlinum.

Ó­ljóst er á þessari stundu hvað mun taka við hjá Ron­aldo, hvort hann haldi á­fram hjá Al-Nassr eftir yfir­standandi tíma­bil eða söðli um haldi á nýjar slóðir.

Ron­aldo hefur verið á mála hjá fé­laginu síðan í janúar á þessu ári en hann kom á frjálsri sölu til fé­lagsins eftir að samningi hans hjá enska úr­vals­deildar­fé­laginu Manchester United var rift.

Hjá Al-Nassr hefur Ron­aldo spilað ní­tján leiki, skorað fjór­tán mörk og gefið tvær stoð­sendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×