Fótbolti

Sjáðu mynd­bandið: Grét yfir stuðningi fólksins á erfiðri stundu

Aron Guðmundsson skrifar
Edin Tezic, þjálfari Dortmund, eftir að ljóst varð að liðið yrði ekki Þýskalandsmeistari
Edin Tezic, þjálfari Dortmund, eftir að ljóst varð að liðið yrði ekki Þýskalandsmeistari Vísir/Getty

Borussia Dort­mund horfði í gær á þýska meistara­titilinn í knatt­spyrnu renna sér úr greipum er liðið tapaði stigum gegn Mainz í loka­um­ferð deildarinnar á meðan að Bayern Munchen kláraði sitt verk­efni gegn Köln og tryggði sér titilinn.

Dort­mund hafði ör­lögin í sínum eigin höndum fyrir loka­um­ferð deildarinnar en mátti sætta sig við að verða af mikil­vægum stigum í bar­áttunni.

Um afar súra niður­stöðu var að ræða fyrir alla sem tengjast fé­laginu enda þarna stórt tæki­færi fyrir liðið til þess að tryggja sér titil en allt kom fyrir ekki.

Stuðnings­menn Dort­mund sýndu það þó í verki í leiks­lok að þeir standa við bakið á sínum mönnum í blíðu og stríðu.

Þannig voru þeir eftir í stúkunni á Signal Iduna Park, heima­velli Dort­mund, löngu eftir að loka­flautið gall. Þar sungu þeir stuðnings­söngva, söngva sem þjálfari liðsins Edin Terzic var djúpt snortin af.

Hann grét af þakk­læti fyrir framan stuðnings­menn liðsins en Dort­mund endaði í 2. sæti þýsku úr­vals­deildarinnar þetta tíma­bilið, með jafn mörg stig og Bayern Munchen en verri marka­tölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×