Hlaut meðaleinkunn sem aldrei verður toppuð Árni Sæberg skrifar 26. maí 2023 18:55 Orri Þór tók við brautskráningarskírteini af skólameistara MK í dag. Menntaskólinn í Kópavogi Sögulegt met var slegið á útskriftarathöfn Menntaskólans í Kópavogi í dag þegar Orri Þór Eggertsson var útskrifaður með hreina tíu í meðaleinkunn. Ljóst er að met Orra Þórs mun standa um ókomna tíð. Orri Þór var nemandi á raungreinabraut og á afreksíþróttasviði skólans, að því er segir í fréttatilkynningu frá MK um útskriftarathöfnina. Þar segir jafnframt að semidúx skólans, sá nemandi sem útskrifaðist með næsthæstu meðaleinkuninna, hafi útskifast með þriðju hæstu meðaleinkunn sögunnar, 9,87. Þá segir að Tera Rún Júlíúsdóttir nýsveinn í framreiðslu hafi verið hæst nemenda verknáms með einkunn 9,13. „Tera Rún sat 2. og 3. bekk samhliða á vorönn og er því árangur hennar sérklega eftirtektarverður.“ Við athöfnina flutti Guðríður Eldey Arnardóttir skólameistari ræðu þar sem hún fór yfir fimmtíu ára sögu skólans og vék jafnfram að auknum vinsældum skólans, sterku félagslífi og vönduðu námsframboði. Þá vék skólameistari að glæsilegum árangri nemenda í verknámi á erlendum vettvangi en þar hafa nemendur skólans verið að skara fram úr á heims vísu, að því er segir í tilkynningu. Loks fór Guðríður Eldey með ræðu Ingólfs A. Þorkelssonar, sem hann flutti fyrsta útskriftarárgangi skólans árið 1977 en færði orðalag örlítið til nútímans. Orð Ingólfs eiga jafnvel vel við í dag eins og þegar þau voru mælt fyrir 46 árum. Þar sagði Ingólfur: „Og mikil stórvirki hafa verið unnin á sviðum tækni og vísinda, ekki vantar það. En þrátt fyrir alla framvindu erum við fjær því en nokkru sinni að sjá öllum svöngum jarðarbörnum fyrir mat og sjálf vísindin hafa sýnt fram á það með óyggjandi rökum að heimurinn okkar, heimur tækni og vísinda er heimur á heljarþröm. Heimur sem fær ekki staðist nema mannkynið geri sér ljóst að gæði jarðarinnar eru ekki óþrotleg og að varnarbarátta framtíðarinnar verður að snúast um varðveislu lífvænlegs umhverfis og réttlæti, en ekki um taumlausan ágóða og aukinn hagvöxt einni þjóð til handa á meðan önnur líður skort. Baráttan fyrir betri heimi verður bæði löng og tvísýn. Í þeirri baráttu er þörf djarfra viðsýnna og drengilegra liðsmanna. Í þeirri baráttu er þörf fyrir ykkur. Hafi seta ykkar í Menntaskólanum í Kópavogi hjálpað til að gera ykkur hæf til þeirrar baráttu hefur ekki verið stritað til einskis.“ Skóla - og menntamál Kópavogur Tímamót Framhaldsskólar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Orri Þór var nemandi á raungreinabraut og á afreksíþróttasviði skólans, að því er segir í fréttatilkynningu frá MK um útskriftarathöfnina. Þar segir jafnframt að semidúx skólans, sá nemandi sem útskrifaðist með næsthæstu meðaleinkuninna, hafi útskifast með þriðju hæstu meðaleinkunn sögunnar, 9,87. Þá segir að Tera Rún Júlíúsdóttir nýsveinn í framreiðslu hafi verið hæst nemenda verknáms með einkunn 9,13. „Tera Rún sat 2. og 3. bekk samhliða á vorönn og er því árangur hennar sérklega eftirtektarverður.“ Við athöfnina flutti Guðríður Eldey Arnardóttir skólameistari ræðu þar sem hún fór yfir fimmtíu ára sögu skólans og vék jafnfram að auknum vinsældum skólans, sterku félagslífi og vönduðu námsframboði. Þá vék skólameistari að glæsilegum árangri nemenda í verknámi á erlendum vettvangi en þar hafa nemendur skólans verið að skara fram úr á heims vísu, að því er segir í tilkynningu. Loks fór Guðríður Eldey með ræðu Ingólfs A. Þorkelssonar, sem hann flutti fyrsta útskriftarárgangi skólans árið 1977 en færði orðalag örlítið til nútímans. Orð Ingólfs eiga jafnvel vel við í dag eins og þegar þau voru mælt fyrir 46 árum. Þar sagði Ingólfur: „Og mikil stórvirki hafa verið unnin á sviðum tækni og vísinda, ekki vantar það. En þrátt fyrir alla framvindu erum við fjær því en nokkru sinni að sjá öllum svöngum jarðarbörnum fyrir mat og sjálf vísindin hafa sýnt fram á það með óyggjandi rökum að heimurinn okkar, heimur tækni og vísinda er heimur á heljarþröm. Heimur sem fær ekki staðist nema mannkynið geri sér ljóst að gæði jarðarinnar eru ekki óþrotleg og að varnarbarátta framtíðarinnar verður að snúast um varðveislu lífvænlegs umhverfis og réttlæti, en ekki um taumlausan ágóða og aukinn hagvöxt einni þjóð til handa á meðan önnur líður skort. Baráttan fyrir betri heimi verður bæði löng og tvísýn. Í þeirri baráttu er þörf djarfra viðsýnna og drengilegra liðsmanna. Í þeirri baráttu er þörf fyrir ykkur. Hafi seta ykkar í Menntaskólanum í Kópavogi hjálpað til að gera ykkur hæf til þeirrar baráttu hefur ekki verið stritað til einskis.“
Skóla - og menntamál Kópavogur Tímamót Framhaldsskólar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira