Sjálfstæðisflokkurinn verið við stjórn í tíu ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. maí 2023 18:51 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól á Alþingi. Vísir/Vilhelm Í gær voru tíu ár liðin frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum 23. maí 2013. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því verið við völd í tíu ár sem hluti af fimm ríkisstjórnum, þar af tveimur sem hafa sprungið. Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði þessum áratug stjórnar á heimasíðu flokksins þar sem má lesa grein um þau afrek sem hafa unnist. Áratugurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson hafi verið formaður allan áratuginn hefur hann aðeins verið forsætisráðherra í átta mánuði af þessum 119. Af öllum formönnum Sjálfstæðisflokksins hefur Þorsteinn Pálsson aðeins setið í styttri tíma sem forsætisráðherra. Aftur á móti hefur Bjarni verið fjármálaráðherra hina 111 mánuðina. Á Facebook-síðu flokksins má sjá myndband með ræðubútum frá Bjarna Benediktssyni og myndum frá síðustu tíu árum sem skrifstofa flokksins hefur tekið saman. Óstöðugleiki undanfarinn áratug Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi lýst sér sem flokki stöðugleika en undanfarinn áratugur hefur þó miklu frekar einkennst af óstöðugleika. Það sést einna best í þeim fjölda ríkisstjórna sem hafa verið við völd, fimm á tíu árum, eða nýrri ríkisstjórn að meðaltali á tveggja ára fresti. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem samanstóð af Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk tók við 2013 en entist bara í þrjú ár vegna Wintris-málsins fræga. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér tók Sigurður Ingi við embætti forsætisráðherra í lítt breyttri ríkisstjórn sömu flokka. Hún sat í hálft ár fram að þingkosningum sem var flýtt fram til október 2016. Í kjölfar kosninganna tók við stjórnarkreppa og sat ríkisstjórn Sigurðar Inga því sem minnihlutastjórn fram í janúar 2017. Þá tók við þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem Bjarni var forsætisráðherra. Hún entist enn styttra en fyrri stjórnir, aðeins átta mánuði. Sú stjórn sprakk í kjölfar hneykslismála tengdum uppreistar æru kynferðisafbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Björt framtíð sleit samstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests innan ríkisstjórnarinnar“ og sögðu Bjarni Benediktsson hafa leynt því hvenær hann komst að því að Benedikt Sveinsson, faðir hans, hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni, jákvæða umsögn. Hér fyrir neðan má sjá þegar Sigríður Andersen greindi frá því í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 að Bjarni hefði vitað af meðmælum Benedikts, föður hans, mun lengur en hann gaf upp. Síðar sama kvöld sprakk stjórnin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5DgtShJsOT4">watch on YouTube</a> Eftir kosningarnar 2017 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna við undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún sat sterk í gegnum Covid-faraldur og í kosningunum 2021 náði hún aftur meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun því að öllum líkindum vera lengur en tíu ár við stjórn, allavega fram að næstu kosningum. Nema stjórnin springi en það virðist ekkert benda til þess. Miðað við nýjustu kannanir og óánægju landsmanna með núverandi ríkisstjórn er ekki líklegt að stjórnarsamstarfið haldi eftir næstu kosningar. Hins vegar er aldrei að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn nái að halda sér í ríkisstjórn með öðrum flokkum og verði kannski einn áratug til viðbótar í ríkisstjórn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tímamót Alþingi Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði þessum áratug stjórnar á heimasíðu flokksins þar sem má lesa grein um þau afrek sem hafa unnist. Áratugurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson hafi verið formaður allan áratuginn hefur hann aðeins verið forsætisráðherra í átta mánuði af þessum 119. Af öllum formönnum Sjálfstæðisflokksins hefur Þorsteinn Pálsson aðeins setið í styttri tíma sem forsætisráðherra. Aftur á móti hefur Bjarni verið fjármálaráðherra hina 111 mánuðina. Á Facebook-síðu flokksins má sjá myndband með ræðubútum frá Bjarna Benediktssyni og myndum frá síðustu tíu árum sem skrifstofa flokksins hefur tekið saman. Óstöðugleiki undanfarinn áratug Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi lýst sér sem flokki stöðugleika en undanfarinn áratugur hefur þó miklu frekar einkennst af óstöðugleika. Það sést einna best í þeim fjölda ríkisstjórna sem hafa verið við völd, fimm á tíu árum, eða nýrri ríkisstjórn að meðaltali á tveggja ára fresti. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem samanstóð af Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk tók við 2013 en entist bara í þrjú ár vegna Wintris-málsins fræga. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér tók Sigurður Ingi við embætti forsætisráðherra í lítt breyttri ríkisstjórn sömu flokka. Hún sat í hálft ár fram að þingkosningum sem var flýtt fram til október 2016. Í kjölfar kosninganna tók við stjórnarkreppa og sat ríkisstjórn Sigurðar Inga því sem minnihlutastjórn fram í janúar 2017. Þá tók við þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem Bjarni var forsætisráðherra. Hún entist enn styttra en fyrri stjórnir, aðeins átta mánuði. Sú stjórn sprakk í kjölfar hneykslismála tengdum uppreistar æru kynferðisafbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Björt framtíð sleit samstarfinu vegna „alvarlegs trúnaðarbrests innan ríkisstjórnarinnar“ og sögðu Bjarni Benediktsson hafa leynt því hvenær hann komst að því að Benedikt Sveinsson, faðir hans, hefði veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni, jákvæða umsögn. Hér fyrir neðan má sjá þegar Sigríður Andersen greindi frá því í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 að Bjarni hefði vitað af meðmælum Benedikts, föður hans, mun lengur en hann gaf upp. Síðar sama kvöld sprakk stjórnin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5DgtShJsOT4">watch on YouTube</a> Eftir kosningarnar 2017 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna við undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún sat sterk í gegnum Covid-faraldur og í kosningunum 2021 náði hún aftur meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun því að öllum líkindum vera lengur en tíu ár við stjórn, allavega fram að næstu kosningum. Nema stjórnin springi en það virðist ekkert benda til þess. Miðað við nýjustu kannanir og óánægju landsmanna með núverandi ríkisstjórn er ekki líklegt að stjórnarsamstarfið haldi eftir næstu kosningar. Hins vegar er aldrei að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn nái að halda sér í ríkisstjórn með öðrum flokkum og verði kannski einn áratug til viðbótar í ríkisstjórn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tímamót Alþingi Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira