Erlent

Hyggst til­kynna fram­boðið á morgun með Elon Musk

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ron DeSantis hefur beint spjótum sínum að Disney heima fyrir í Flórída en nú fara spjótin að beinast að Donald Trump í forvali Repúblikana.
Ron DeSantis hefur beint spjótum sínum að Disney heima fyrir í Flórída en nú fara spjótin að beinast að Donald Trump í forvali Repúblikana. Stephen Maturen/Getty Images

Ron DeSantis, ríkis­stjóri Flórída, hyggst lýsa form­lega yfir for­seta­fram­boði sínu á morgun. Hann hyggst gera það á­samt milljóna­mæringnum Elon Musk á staf­rænum vett­vangi á sam­fé­lags­miðlinum Twitter, í eigu milljóna­mæringsins.

Við­burðurinn mun fara fram á sam­fé­lags­miðlinum á hinu svo­kallaða „Twitter Spaces“ svæði á miðlinum á morgun, klukkan 18:00 að banda­rískum tíma eða 22:00 að ís­lenskum. Í um­fjöllun CNN kemur fram að á­kvörðun ríkis­stjórans um að til­kynna fram­boðið á­samt Musk undir­striki til­raunir hans til að hafa hægri­sinnaða sam­fé­lags­miðla­not­endur miðilsins af Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta.

Fast­lega hefur verið gert ráð fyrir því að þeir Trump og DeSantis muni berast á banaspjót í for­vali Repúblikana­flokksins fyrir for­seta­kosningarnar þar vestan­hafs 2024. Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í for­valinu en hann hefur beðið á­tekta þar til nú.

Í um­fjöllun CNN kemur fram að DeSantis hafi löngum verið talinn helsta fyrir­staða þess að Trump beri sigur úr býtum í for­valinu. Fylgi ríkis­stjórans hjá væntan­legum kjós­endum og bak­hjörlum Repúblikana­flokksins hefur hins vegar að sögn banda­ríska miðilsins verið á niður­leið að undan­förnu. Fyrr­verandi for­setinn hefur æ oftar beint spjótum sínum að ríkis­stjóranum á sam­fé­lags­miðli sínum Truth Social.

Enginn Trump á Twitter

Þar hefur Trump setið sem fastast allt síðan hann var rekinn af Twitter árið 2021. Eftir að Elon Musk eignaðist Twitter opnaði hann aftur fyrir að­gang fyrr­verandi for­setans, sem sýnt hefur því litla at­hygli að byrja þar aftur og er sviðið því autt á miðlinum fyrir DeSantis til að ná til hægri­sinnaðra not­enda miðilsins.

Á fundi með fjár­hags­legum bak­hjörlum sínum í síðustu viku sagði DeSantis að hann væri sá eini sem gæti haft for­seta­stólinn af Joe Biden, Banda­ríkja­for­seta. Ó­lík­legt væri, miðað við gögn í lykil­ríkjum, að kjós­endur myndu skipta um skoðun á Donald Trump, Banda­ríkja­for­seta.

DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo af­dráttar­laust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mót­herja sinn. Fyrr­verandi for­setinn hefur meðal annars upp­nefnt hann Ron „skin­helga“ (e. DeSanctimonious) sem er út­úr­snúningur á eftir­nafni ríkis­stjórans.

Horfa má á umfjöllun ABC fréttastofunnar um málið hér fyrir neðan:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×