Hyggst tilkynna framboðið á morgun með Elon Musk Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2023 23:45 Ron DeSantis hefur beint spjótum sínum að Disney heima fyrir í Flórída en nú fara spjótin að beinast að Donald Trump í forvali Repúblikana. Stephen Maturen/Getty Images Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hyggst lýsa formlega yfir forsetaframboði sínu á morgun. Hann hyggst gera það ásamt milljónamæringnum Elon Musk á stafrænum vettvangi á samfélagsmiðlinum Twitter, í eigu milljónamæringsins. Viðburðurinn mun fara fram á samfélagsmiðlinum á hinu svokallaða „Twitter Spaces“ svæði á miðlinum á morgun, klukkan 18:00 að bandarískum tíma eða 22:00 að íslenskum. Í umfjöllun CNN kemur fram að ákvörðun ríkisstjórans um að tilkynna framboðið ásamt Musk undirstriki tilraunir hans til að hafa hægrisinnaða samfélagsmiðlanotendur miðilsins af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fastlega hefur verið gert ráð fyrir því að þeir Trump og DeSantis muni berast á banaspjót í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar þar vestanhafs 2024. Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvalinu en hann hefur beðið átekta þar til nú. Í umfjöllun CNN kemur fram að DeSantis hafi löngum verið talinn helsta fyrirstaða þess að Trump beri sigur úr býtum í forvalinu. Fylgi ríkisstjórans hjá væntanlegum kjósendum og bakhjörlum Repúblikanaflokksins hefur hins vegar að sögn bandaríska miðilsins verið á niðurleið að undanförnu. Fyrrverandi forsetinn hefur æ oftar beint spjótum sínum að ríkisstjóranum á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Enginn Trump á Twitter Þar hefur Trump setið sem fastast allt síðan hann var rekinn af Twitter árið 2021. Eftir að Elon Musk eignaðist Twitter opnaði hann aftur fyrir aðgang fyrrverandi forsetans, sem sýnt hefur því litla athygli að byrja þar aftur og er sviðið því autt á miðlinum fyrir DeSantis til að ná til hægrisinnaðra notenda miðilsins. Á fundi með fjárhagslegum bakhjörlum sínum í síðustu viku sagði DeSantis að hann væri sá eini sem gæti haft forsetastólinn af Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Ólíklegt væri, miðað við gögn í lykilríkjum, að kjósendur myndu skipta um skoðun á Donald Trump, Bandaríkjaforseta. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Horfa má á umfjöllun ABC fréttastofunnar um málið hér fyrir neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=C9UQvXL8KgQ">watch on YouTube</a> Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Viðburðurinn mun fara fram á samfélagsmiðlinum á hinu svokallaða „Twitter Spaces“ svæði á miðlinum á morgun, klukkan 18:00 að bandarískum tíma eða 22:00 að íslenskum. Í umfjöllun CNN kemur fram að ákvörðun ríkisstjórans um að tilkynna framboðið ásamt Musk undirstriki tilraunir hans til að hafa hægrisinnaða samfélagsmiðlanotendur miðilsins af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fastlega hefur verið gert ráð fyrir því að þeir Trump og DeSantis muni berast á banaspjót í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar þar vestanhafs 2024. Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvalinu en hann hefur beðið átekta þar til nú. Í umfjöllun CNN kemur fram að DeSantis hafi löngum verið talinn helsta fyrirstaða þess að Trump beri sigur úr býtum í forvalinu. Fylgi ríkisstjórans hjá væntanlegum kjósendum og bakhjörlum Repúblikanaflokksins hefur hins vegar að sögn bandaríska miðilsins verið á niðurleið að undanförnu. Fyrrverandi forsetinn hefur æ oftar beint spjótum sínum að ríkisstjóranum á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Enginn Trump á Twitter Þar hefur Trump setið sem fastast allt síðan hann var rekinn af Twitter árið 2021. Eftir að Elon Musk eignaðist Twitter opnaði hann aftur fyrir aðgang fyrrverandi forsetans, sem sýnt hefur því litla athygli að byrja þar aftur og er sviðið því autt á miðlinum fyrir DeSantis til að ná til hægrisinnaðra notenda miðilsins. Á fundi með fjárhagslegum bakhjörlum sínum í síðustu viku sagði DeSantis að hann væri sá eini sem gæti haft forsetastólinn af Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Ólíklegt væri, miðað við gögn í lykilríkjum, að kjósendur myndu skipta um skoðun á Donald Trump, Bandaríkjaforseta. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Horfa má á umfjöllun ABC fréttastofunnar um málið hér fyrir neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=C9UQvXL8KgQ">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira