Réttað yfir geðhjúkrunarfræðingi sem er sakaður um manndráp Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2023 08:33 Landspítalinn hefur viðurkennt að aðstæður á geðdeild hafi ekki verið fullnægjandi og að hann hafi brugðist starfsfólki. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli geðhjúkrunarfræðings á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Umfjöllun um það sem fram kemur við þinghaldið er bönnuð þar til í lok dags. Steina Árnadóttir, 62 ára gamall geðhjúkrunarfræðingur, er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hún neitar sök. Henni er gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk í ágúst árið 2021. Steina hafi hellt drykknum upp í munn konunnar á meðan henni var haldið að fyrirskipan geðhjúkrunarfræðingsins þrátt fyrir að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drykkinn. Drykkurinn hafi hafnað í loftvegi konunnar sem olli því að hún kafnaði. Aðstandendur konunnar sem lést krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á deildinni hefðu verið ófullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki. Ráðist hafi verið í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið: heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum hafi verið fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin Að sögn Ríkisútvarpsins er Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans á meðal um þrjátíu vitna sem verða leidd fyrir dóminn. Dómurinn er fjölskipaður. Auk tveggja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur verður sérfræðingur í bráðalækningum meðdómandi. Uppfært klukkan 10:12 Dómari tilkynnti fjölmiðlum í dómsal í morgun að fjölmiðlaumfjöllun væri bönnuð þar til þinghaldi dagsins væri lokið. Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 „Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24. febrúar 2023 10:54 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Steina Árnadóttir, 62 ára gamall geðhjúkrunarfræðingur, er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hún neitar sök. Henni er gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk í ágúst árið 2021. Steina hafi hellt drykknum upp í munn konunnar á meðan henni var haldið að fyrirskipan geðhjúkrunarfræðingsins þrátt fyrir að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drykkinn. Drykkurinn hafi hafnað í loftvegi konunnar sem olli því að hún kafnaði. Aðstandendur konunnar sem lést krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á deildinni hefðu verið ófullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki. Ráðist hafi verið í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið: heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum hafi verið fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin Að sögn Ríkisútvarpsins er Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans á meðal um þrjátíu vitna sem verða leidd fyrir dóminn. Dómurinn er fjölskipaður. Auk tveggja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur verður sérfræðingur í bráðalækningum meðdómandi. Uppfært klukkan 10:12 Dómari tilkynnti fjölmiðlum í dómsal í morgun að fjölmiðlaumfjöllun væri bönnuð þar til þinghaldi dagsins væri lokið.
Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 „Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24. febrúar 2023 10:54 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58
„Hvað hefur ákæruvaldið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 24. febrúar 2023 10:54