Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Bjarki Sigurðsson skrifar 19. janúar 2023 18:10 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Í tilkynningu á vef Landspítalans er rætt um atvik sem átti sér stað á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Þá lést kona á sextugsaldri sem lá inni á deildinni. Hjúkrunarfræðingurinn Steina Árnadóttir hefur verið ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi vegna málsins en hún er sökuð um að hafa reynt að þröngva ofan í sjúklinginn næringadrykk. Talið er að sjúklingurinn hafi kafnað á drykknum. „Landspítali tilkynnti andlátið strax til lögreglu og í framhaldinu til Embættis landlæknis. Í kjölfar rannsóknar lögreglu var ákæra gefin út á hendur starfsmanni spítalans. Það er á margan hátt erfitt og flókið fyrir Landspítala að tjá sig um mál sem þessi en forsvarsmenn spítalans telja rétt að veita eins miklar upplýsingar og hægt er á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Eftir atvikið hafa ýmsir annmarkar í þjónustunni orðið starfsfólki spítalans ljósir. Það á meðal annars við mönnun innan geðþjónustunnar og þætti sem snúa að þverfaglegri samvinnu innan spítalans í þjónustu sinni við einstaklinga með geðsjúkdóma. „Spítalinn harmar andlát sjúklingsins og vottar aðstandendum samúð sína. Þá þykir spítalanum miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við ófullnægjandi aðstæður á þessum tíma,“ segir í tilkynningunni. Spítalinn réðst í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið, heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum var fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin. Með umbótum er reynt að tryggja að sá lærdómur sem má draga af atvikinu leiði til aukins öryggis fyrir sjúklinga og starfsfólk. „Það er mat okkar að þær umbætur sem orðið hafa á starfsemi geðþjónustunnar séu til þess fallnar að draga verulega úr hættu á alvarlegum atvikum og auka öryggi sjúklinga. Umfram allt er hugur spítalans hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna andlátsins,“ segir í tilkynningunni. Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Tengdar fréttir Lögregla telur lát konu á Landspítala hafa borið að með saknæmum hætti Andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði er talið hafa borið að með saknæmum hætti. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel og var kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku. 29. ágúst 2021 10:26 Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. 31. ágúst 2021 11:10 „Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. 18. janúar 2023 13:20 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landspítalans er rætt um atvik sem átti sér stað á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Þá lést kona á sextugsaldri sem lá inni á deildinni. Hjúkrunarfræðingurinn Steina Árnadóttir hefur verið ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi vegna málsins en hún er sökuð um að hafa reynt að þröngva ofan í sjúklinginn næringadrykk. Talið er að sjúklingurinn hafi kafnað á drykknum. „Landspítali tilkynnti andlátið strax til lögreglu og í framhaldinu til Embættis landlæknis. Í kjölfar rannsóknar lögreglu var ákæra gefin út á hendur starfsmanni spítalans. Það er á margan hátt erfitt og flókið fyrir Landspítala að tjá sig um mál sem þessi en forsvarsmenn spítalans telja rétt að veita eins miklar upplýsingar og hægt er á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Eftir atvikið hafa ýmsir annmarkar í þjónustunni orðið starfsfólki spítalans ljósir. Það á meðal annars við mönnun innan geðþjónustunnar og þætti sem snúa að þverfaglegri samvinnu innan spítalans í þjónustu sinni við einstaklinga með geðsjúkdóma. „Spítalinn harmar andlát sjúklingsins og vottar aðstandendum samúð sína. Þá þykir spítalanum miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við ófullnægjandi aðstæður á þessum tíma,“ segir í tilkynningunni. Spítalinn réðst í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið, heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum var fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin. Með umbótum er reynt að tryggja að sá lærdómur sem má draga af atvikinu leiði til aukins öryggis fyrir sjúklinga og starfsfólk. „Það er mat okkar að þær umbætur sem orðið hafa á starfsemi geðþjónustunnar séu til þess fallnar að draga verulega úr hættu á alvarlegum atvikum og auka öryggi sjúklinga. Umfram allt er hugur spítalans hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna andlátsins,“ segir í tilkynningunni.
Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Tengdar fréttir Lögregla telur lát konu á Landspítala hafa borið að með saknæmum hætti Andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði er talið hafa borið að með saknæmum hætti. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel og var kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku. 29. ágúst 2021 10:26 Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. 31. ágúst 2021 11:10 „Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. 18. janúar 2023 13:20 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Lögregla telur lát konu á Landspítala hafa borið að með saknæmum hætti Andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði er talið hafa borið að með saknæmum hætti. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel og var kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku. 29. ágúst 2021 10:26
Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. 31. ágúst 2021 11:10
„Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. 18. janúar 2023 13:20