Andlát á geðdeild Landspítala

Fréttamynd

Gæti verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi

Til greina kemur að Steina Árnadóttir, hjúkrunarfræðingurinn sem ákærð er fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans, verði sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Segja konu sem lést á geð­deild hafa verið beitta of­beldi

Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Að deyja á geð­deild

Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Segir brýnt að Land­spítalinn dragi lær­dóm af málinu

Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn sýkn­að­ur af ákæru um manndráp

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Vísað rang­lega á sjúkra­bíl þegar kona á geð­deild lést

Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn „með puttana“ í lykilþáttum málsins

Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild sakaði Landspítalann um að vera með puttana í lykilgögnum málsins og skipta sér af framburði lykilvitna. Ákæruvaldið hafi skautað létt fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs á andlátinu.

Innlent
Fréttamynd

Virðist hafa tekið pirring út á sjúklingnum

Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans tók pirring vegna aðstæðna á deildinni út á sjúklingnum, að mati saksóknara í málinu. Þrátt fyrir að hann hafi ekki ætlað að drepa sjúklinginn hafi hann gengið fram af offorsi og mátt vera ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu.

Innlent
Fréttamynd

Undir­mönnun, álag og fyrir­mæli sem komust ekki til skila

Forstjóri Landspítalans staðfesti að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum í framburði fyrir dómi í morgun. Innri rannsókn spítalans leiddi í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag var á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn ekki vistaður á heppilegum stað. Þá hafði ákærða unnið nítján vaktir á sextán dögum fyrir andlát sjúklingsins.

Innlent
Fréttamynd

Talin hafa kafnað vegna vökva sem teppti lungun

Réttarlæknir telur að kona sem lést á geðdeild Landspítalans árið 2021 hafi kafnað vegna vökva sem náði djúpt ofan í lungu hennar. Hjúkrunarfræðingur er ákærður fyrir að valda dauða konunnar með því að hella ofan í hana næringardrykkjum.

Innlent
Fréttamynd

Var send alvarlega veik aftur á undirmannaða geðdeild

Kona sem lést á geðdeild Landspítalans fyrir tæpum tveimur árum var send alvarlega líkamlega veik til baka af bráðadeild í Fossvogi vegna erfiðra aðstæðna þar. Mönnun á geðdeildinni var engu að síður talin ófullnægjandi til að sinna hjúkrunarverkefnum þar.

Innlent
Fréttamynd

Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild

Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Hvað hefur á­kæru­valdið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 

Innlent
Fréttamynd

„Auð­vitað slær þetta hjúkrunar­fræðinga“

Formaður félags hjúkrunarfræðinga fagnar viðurkenningu Landspítala á ófullnægjandi starfsumhverfi á geðdeild - en ástandið sé auðvitað óboðlegt víðar. Yfirlýsingin var birt í tengslum við mál hjúkrunarfræðings sem ákærð er fyrir manndráp. Málið, og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni.

Innlent
Fréttamynd

Harma and­lát sjúk­lings á geð­deild Land­spítala

Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. 

Innlent
Fréttamynd

Sökuð um að hafa þröngvað næringar­drykkjum ofan í konuna

Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2