Erlent

Jason Momoa hvetur fólk til að mót­mæla hval­veiðum Ís­lendinga

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Momoa er meðal annars þekktur fyrir að leika Aquaman.
Momoa er meðal annars þekktur fyrir að leika Aquaman. Getty/Chris Hyde

Yfir 30 þúsund manns hafa sett „like“ við Instagram-færslu Hollywood-leikarans Jason Momoa, þar sem hann biðlar til fólks um að skrifa undir mótmælalista vegna hvalveiða Íslendinga og láta orðið berast.

Deilir Momoa Instagram-færslu @last_whaling_station, þar sem fjallað er um skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Ísland árið 2022 og vitnað í þekkta Íslendinga á borð við Katrínu Oddsdóttur, lögmann Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Henry Alexander Henrysson heimspeking.

Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um Instagram-færslu Momoa eru Hera Hilmarsdóttir og Vin Diesel.

Momoa er meðal annars þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndunum um Aquaman og sjónvarpsþáttunum Game of Thrones og Baywatch.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×