„Auðvitað ætlum við að vera með í þessari titilbaráttu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. maí 2023 19:31 Gísli Eyjólfsson átti góðan leik fyrir Blika í dag. Vísir/Hulda Margrét Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, átti góðan dag er liðið vann 2-0 sigur gegn KA í Bestu-deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í dag. Gísli fiskaði vítaspyrnu og skoraði glæsilegt mark fyrir Íslandsmeistarana. „Þetta var fínasti dagur. Mér fannst við bara allt liðið ótrúlega flott í dag. Við vorum samstilltir og þéttir og allir að hjálpa hver öðrum. Þegar allir eru í þessum gír þá auðvitað gengur þetta upp,“ sagði Gísli að leik loknum. Gísli skoraði seinna mark Mreiðabliks í dag þegar hann fékk boltann á miðjum velli, klobbaði einn og smellti boltanum svo í slána og inn af löngu færi. „Ég á þetta í vopnabúrinu, en það er orðið svolítið langt síðan ég hef tekið þennan,“ bætti Gísli við. Eftir nokkuð erfiða byrjun á tímabilinu virðast Blikarnir vera búnir að finna taktinn og liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð. Gísli segir það gott veganesti inn í næsta leik liðsins gegn Val og komandi átök í toppbaráttunni. „Auðvitað ætlum við að vera með í þessari titilbaráttu. Við byrjuðum kannski með einhvern skjálfta í okkur sem var kannski ólíkt okkur. En mér finnst frammistaðan búin að vera stigvaxandi og svo erum við núna búnir að halda hreinu held ég tvo leiki í röð. Þannig að við erum líka að fá færri mörk á okkur sem skiptir virkilega miklu máli,“ sagði Gísli að lokum. Besta deild karla Breiðablik KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik-KA 2-0 | Meistararnir kláruðu dæmið í seinni hálfleik Ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti KA í uppgjöri tveggja efstu liða seinasta tímabils í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. 21. maí 2023 18:55 Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Sjá meira
„Þetta var fínasti dagur. Mér fannst við bara allt liðið ótrúlega flott í dag. Við vorum samstilltir og þéttir og allir að hjálpa hver öðrum. Þegar allir eru í þessum gír þá auðvitað gengur þetta upp,“ sagði Gísli að leik loknum. Gísli skoraði seinna mark Mreiðabliks í dag þegar hann fékk boltann á miðjum velli, klobbaði einn og smellti boltanum svo í slána og inn af löngu færi. „Ég á þetta í vopnabúrinu, en það er orðið svolítið langt síðan ég hef tekið þennan,“ bætti Gísli við. Eftir nokkuð erfiða byrjun á tímabilinu virðast Blikarnir vera búnir að finna taktinn og liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð. Gísli segir það gott veganesti inn í næsta leik liðsins gegn Val og komandi átök í toppbaráttunni. „Auðvitað ætlum við að vera með í þessari titilbaráttu. Við byrjuðum kannski með einhvern skjálfta í okkur sem var kannski ólíkt okkur. En mér finnst frammistaðan búin að vera stigvaxandi og svo erum við núna búnir að halda hreinu held ég tvo leiki í röð. Þannig að við erum líka að fá færri mörk á okkur sem skiptir virkilega miklu máli,“ sagði Gísli að lokum.
Besta deild karla Breiðablik KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik-KA 2-0 | Meistararnir kláruðu dæmið í seinni hálfleik Ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti KA í uppgjöri tveggja efstu liða seinasta tímabils í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. 21. maí 2023 18:55 Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik-KA 2-0 | Meistararnir kláruðu dæmið í seinni hálfleik Ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti KA í uppgjöri tveggja efstu liða seinasta tímabils í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. 21. maí 2023 18:55