Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 33. mínútu en það skoraði Diego Lopez Noguerol, leikmaður Valencia.
Undir lok uppbótatíma venjulegs leiktíma fékk Vinicius Junior, sóknarmaður Real Madrid að líta rauða spjaldið eftir að hann braut á leikmanni Valencia.
Fyrr í leiknum hafði Vinicius Junior reynt að fá dómara leiksins til þess að skerast í leikinn eftir að stuðningsmaður Valencia hafði beint apahljóðum í átt að honum.
Tap Real Madrid gerir það að verkum að liðinu mistókst að endurheimta annað sæti deildarinnar. Madrídingar eru nú í 3. sæti, stigi á eftir nágrönnum sínum í Atletico Madrid.