Fótbolti

Að minnsta kosti tólf létust á fótboltaleik í El Salvador

Smári Jökull Jónsson skrifar
Leikurinn fór fram á Monumental leikvanginum í Cuscatlan.
Leikurinn fór fram á Monumental leikvanginum í Cuscatlan. Twittersíða FAS

Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að áhorfendur voru að reyna að komast á völlinn fyrir leik Alianza og FAS í El Salvador í gær. Um hundrað manns voru fluttir á sjúkrahús.

Atburðurinn átti sér stað á leik Alianza og FAS í borginni Cuscatlan í El Salvador í gær. Stuðningsmenn reyndu að komast í gegnum hlið við völlinn eftir að búið var að loka þeim.

Það varð til þess að fjölmargir tróðust undir í látunum og hafa yfirvöld staðfest að tólf hafi látist og yfir hundrað manns fluttir á sjúkrahús.

„Knattspyrnusamband El Salvador harmar það sem gerðist. Hugur okkar er hjá aðstandendum þeirra sem eiga í hlut og hafa látist,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnusambands El Salvador.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×