Leikið var á Þórsvelli á Akureyri en fyrir leik dagsins voru liðin jöfn að stigum, með þrjú stig, eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Eina mark leiksins leit dagsins ljós strax á 10.mínútu en það skoraði Valdimar Daði Sævarsson.
Sigur Þórs gerir það að verkum að liðið fer upp í 2.sæti Lengjudeildarinnar en þess ber þó að geta að liðin í kring eiga eftir að leika sína leiki í 3.umferð.