Sergio Busquets: Maðurinn sem breytti Makélélé-stöðunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 11:15 Busquets vann 32 titla með Barcelona, spilaði 143 A-landsleiki fyrir Spán og varð bæði heims- og Evrópumeistari. David S. Bustamante/Getty Images Hinn 34 ára gamli Sergio Busquets mun yfirgefa Spánarmeistara Barcelona eftir 15 ára í aðalliði félagsins. Busquets hefur verið gríðarlega sigursæll og segja má að hann hafi breytt stöðunni og hlutverki djúps miðjumanns með spilamennsku sinni. Áður en Busquets braust fram á sjónarsviðið var talað um „Makalele-stöðuna.“ Er um að ræða stöðu djúps miðjumanns. Hinn franski Claude Makélélé var talinn hafa umbylt stöðunni með spilamennsku sinni hjá bæði Real Madríd og síðar meir Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen og Makélélé vinna saman í því að ná boltanum af Victor Valdes.Vísir/AFP Slíkar voru frammistöður Makélélé að staðan var skírð í höfuðið á honum. Hann var að vissu leyti djúpur miðjumaður af „gamla skólanum.“ Vann boltann trekk í trekk og gaf hann fram á við þar sem liðsfélagar hans sáu um að refsa mótherjanum. Svo fræg er „Makélélé-staðan“ að vefsíða Chelsea birti grein henni, og leikmanninum, til heiðurs þegar hann varð 48 ára gamall. José Mourinho stýrði Chelsea þegar Makélélé lék sem best. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Pep Guardiola hafi verið þjálfari Barcelona þegar Busquets kom fyrst fram á sjónarsviðið. Pep hafði þjálfað B-lið félagsins og sá þar gríðarlega hæfileikaríkan miðjumann sem hann tók með sér upp í aðalliðið þegar hann tók við þjálfun þess. I wrote about Sergio Busquets, a player so flawless he was almost transparent https://t.co/jtEGy8he5M— John Muller (@johnspacemuller) May 14, 2023 Busquets varð strax lykilmaður í ofurliði Börsunga og skömmu síðar lykilmaður í ósigrandi liði Spánar sem varð bæði heims- og Evrópumeistari. Aðeins 23 ára gamall hafði Busquets unnið allt sem hægt var að vinna. Geri aðrir betur. Þrátt fyrir það hefur hann mögulega aldrei fengið það hrós sem hann á skilið. Ef til vill er það því hann gat líka sinnt skítverkunum. Ef til vill er það því hann var svo sigursæll. Ef til vill er það því hann gefur ekki mikið af sér á samfélagsmiðlum eða í viðtölum. Það er hins vegar ljóst að Busquets er stór ástæða fyrir velgengni Barcelona undafarin 15 ár. Ásamt því að geta brotið niður sóknir og komið boltanum á fræga liðsfélaga sína framar á vellinum þá er Busquets með dúnmjúka fyrstu snertingu og leikskilning sem gerir honum kleift að koma sér úr klandri trekk í trekk. „Þú sérð ekki Busquets þegar þú horfir á leikinn en þegar þú horfir á Busquets sérðu allan leikinn.“ Talið var að Vicente Del Bosque, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, hefði sagt þessa frægu línu hér að ofan en svo er ekki. Eiginkona bloggara lét hana falla og hefur hún síðan gengið manna á milli, og það réttilega enda hárrétt. Elite press resistance, by Sergio Busquets #UCL pic.twitter.com/6UFOBkto4b— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 10, 2023 Það verður sjónarsviptir af Busquets og eflaust munu Börsungar sakna hans á næstu leiktíð. Hver veit nema þeir heiðri manninn með því að nefna stöðu djúps miðjumanns í höfuðið á honum. Hann á það allavega skilið. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira
Áður en Busquets braust fram á sjónarsviðið var talað um „Makalele-stöðuna.“ Er um að ræða stöðu djúps miðjumanns. Hinn franski Claude Makélélé var talinn hafa umbylt stöðunni með spilamennsku sinni hjá bæði Real Madríd og síðar meir Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen og Makélélé vinna saman í því að ná boltanum af Victor Valdes.Vísir/AFP Slíkar voru frammistöður Makélélé að staðan var skírð í höfuðið á honum. Hann var að vissu leyti djúpur miðjumaður af „gamla skólanum.“ Vann boltann trekk í trekk og gaf hann fram á við þar sem liðsfélagar hans sáu um að refsa mótherjanum. Svo fræg er „Makélélé-staðan“ að vefsíða Chelsea birti grein henni, og leikmanninum, til heiðurs þegar hann varð 48 ára gamall. José Mourinho stýrði Chelsea þegar Makélélé lék sem best. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Pep Guardiola hafi verið þjálfari Barcelona þegar Busquets kom fyrst fram á sjónarsviðið. Pep hafði þjálfað B-lið félagsins og sá þar gríðarlega hæfileikaríkan miðjumann sem hann tók með sér upp í aðalliðið þegar hann tók við þjálfun þess. I wrote about Sergio Busquets, a player so flawless he was almost transparent https://t.co/jtEGy8he5M— John Muller (@johnspacemuller) May 14, 2023 Busquets varð strax lykilmaður í ofurliði Börsunga og skömmu síðar lykilmaður í ósigrandi liði Spánar sem varð bæði heims- og Evrópumeistari. Aðeins 23 ára gamall hafði Busquets unnið allt sem hægt var að vinna. Geri aðrir betur. Þrátt fyrir það hefur hann mögulega aldrei fengið það hrós sem hann á skilið. Ef til vill er það því hann gat líka sinnt skítverkunum. Ef til vill er það því hann var svo sigursæll. Ef til vill er það því hann gefur ekki mikið af sér á samfélagsmiðlum eða í viðtölum. Það er hins vegar ljóst að Busquets er stór ástæða fyrir velgengni Barcelona undafarin 15 ár. Ásamt því að geta brotið niður sóknir og komið boltanum á fræga liðsfélaga sína framar á vellinum þá er Busquets með dúnmjúka fyrstu snertingu og leikskilning sem gerir honum kleift að koma sér úr klandri trekk í trekk. „Þú sérð ekki Busquets þegar þú horfir á leikinn en þegar þú horfir á Busquets sérðu allan leikinn.“ Talið var að Vicente Del Bosque, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, hefði sagt þessa frægu línu hér að ofan en svo er ekki. Eiginkona bloggara lét hana falla og hefur hún síðan gengið manna á milli, og það réttilega enda hárrétt. Elite press resistance, by Sergio Busquets #UCL pic.twitter.com/6UFOBkto4b— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 10, 2023 Það verður sjónarsviptir af Busquets og eflaust munu Börsungar sakna hans á næstu leiktíð. Hver veit nema þeir heiðri manninn með því að nefna stöðu djúps miðjumanns í höfuðið á honum. Hann á það allavega skilið.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira