Innlent

Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Selenskí í Aachen í Þýskalandi í fyrradag þar sem hann tók við verðlaunum fyrir að stuðla að sameinaðri Evrópu.
Selenskí í Aachen í Þýskalandi í fyrradag þar sem hann tók við verðlaunum fyrir að stuðla að sameinaðri Evrópu. Getty/Sascha Schuermann

Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu. 

Úkraínska sendinefndin kemur hingað til lands síðar í dag. Volodimir Selenskí forseti Úkraínu mun flytja ávarp á opnunarathöfn fundarins í gegnum fjarfundarbúnað. Opnunarathöfn fundarins hefst klukkan 16.

Fylgst er grannt með gangi mála varðandi allt og ekkert sem við kemur leiðtogafundinum í vaktinni, hér að neðan.

Selenskí hefur verið á ferð og flugi í Evrópu síðustu daga, meðal annars í Þýskalandi og í Bretlandi. Hann fundaði með Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, í gær.


Tengdar fréttir

Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn

Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×