Erlent

Erdogan leiðir en Kilicdaroglu er sigurviss

Máni Snær Þorláksson skrifar
Þeir Erdogan og Kilicdaroglu eru líklegastir til sigurs í kosningunum.
Þeir Erdogan og Kilicdaroglu eru líklegastir til sigurs í kosningunum. Getty/Burak Kara/Pool

Núverandi forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, leiðir forsetakosningarnar í landinu eftir fyrstu tölur. Búið er að telja tæplega rúm fjörutíu prósent atkvæða og fékk Erdogan um 52,5 prósent þeirra. Helsti andstæðingur Erdogan í kosningunum, Kemal Kilicdaroglu, fékk 41,55 prósent atkvæða.

Erdogan hefur verið forsætisráðherra eða forseti Tyrklands síðan árið 2003. Hann sækist nú eftir þriðja kjörtímabilinu í röð sem forseti. Niðurstöður skoðanakannana fyrir þessar kosningar töldu þó að Erdogan hefði aldrei staðið eins veikt og áður fyrir kosningar.

Endi niðurstöðurnar svona verður Erdogan áfram forseti Tyrklands. Hann þarf þó að halda meirihluta allra atkvæða, ef enginn frambjóðandi fær meira en fimmtíu prósent atkvæða verður gengið aftur til kosninga - þá með þeim tveimur frambjóðendum sem fengu flest atkvæði í kosningunni í dag.

Það á þó eftir að telja meira en helming atkvæðanna og gætu hlutirnir því breyst. Kilicdaroglu virðist sjálfur vera sigurviss en hann fullyrðir í færslu sem hann birtir á Twitter að hann sé að vinna. 

Ekrem Imamoglu, borgarstjóri Istanbul, segir að enginn ætti að gefa niðurstöðum frá ríkisrekna fjölmiðlinum í Tyrklandi. Imamoglu fullyrðir að Kilicdaroglu eigi eftir að verða kynntur sem forseti Tyrklands síðar í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×