Erlent

Skrúfa fyrir valið efni korter í kosningar

Árni Sæberg skrifar
Elon Musk eigandi Twitter sótti Erdogan Tyrklandsforseta heim árið 2017.
Elon Musk eigandi Twitter sótti Erdogan Tyrklandsforseta heim árið 2017. Murat Cetinmuhurdar/Getty

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur tilkynnt að ákveðið efni á miðlinum verði ekki aðgengilegt notendum hans í Tyrklandi. Gríðarlega mikilvægar kosningar verða í landinu á morgun en litlu sem engu munar á sitjandi forsetanum Erdogan og keppinauti hans Kemal Kilicdaroglu í skoðanakönnunum.

„Til þess að bregðast við yfirstandandi málaferlum og til þess að tryggja að Twitter verði áfram aðgengilegur íbúum Tyrklands, höfum við ákveðið að loka fyrir aðgengi að sumu efni í Tyrklandi í dag,“ segir í tilkynningu frá Twitter á miðlinum.

Tilkynningin vakti athygli bloggarans og fréttamannsins Matthew Yglesias. Hann fullyrðir á Twitter að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi ákveðið að loka fyrir efni stjórnarandstæðinga í Tyrklandi að beiðni Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands.

„Datt heilinn á þér út úr höfðinu á þér, Yglesias? Valið er á milli þess að Twitter verði alveg lokað eða að hefta aðgengi að sumum tístum. Hvort vilt þú?“ segir Musk í svari við tísti Yglesias.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×