„Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. maí 2023 14:01 Erlendur segir að það komi fyrir að krakkar reyni að kaupa þurrís en þeim sé snúið við jafnharðan. Þurrís er seldur í vel merktum umbúðum hér á landi og aldrei til barna að sögn söluaðila. Barn slasaðist í þurrís sprengingu á skólalóð Langholtsskóla. „Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís,“ segir Erlendur Geir Arnarson, framkvæmdastjóri Ísbliks sem framleiðir og selur þurrís. „Það gerist annars slagið að krakkar reyna að kaupa þurrís og segjast vera að kaupa fyrir skólann. Við snúum þeim alltaf við,“ segir hann. Í gær var nemandi í Langholtsskóla fluttur á slysadeild eftir þurríssprengingu á skólalóðinni. Slasaðist hann á hendi. Tilraunir höfðu átt sér stað með þurrís í skólanum fyrr um daginn en samkvæmt Hreiðari Sigtryggssyni, skólastjóra, höfðu nemendur keypt þennan þurrís annars staðar frá og sprengingin orðið eftir að skólatíma lauk. Varasamt að búa til sprengjur Erlendur segir að vafalaust hafi umræddur þurrís verið framleiddur hjá Ísbliki, enda sé það eini framleiðandinn á landinu. Segir hann að í gærmorgun hafi komið kona með dóttur sinni til að kaupa þurrís vegna verkefni í skóla. Hugsanlega hafi nemendurnir komist í hann. Segist hann ekki vita hvað gerðist á skólalóðinni en mögulegt sé að nemendurnir hafi verið að búa til sprengju úr þurrísnum. Það sé hægt með ákveðnum aðferðum en er mjög varasamt. Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíði. Hann bráðnar ekki heldur gufar upp. Þurrís er notaður í ýmis konar starfsemi svo sem fiskvinnslu, það er bæði til að kæla fiskinn og til að hrekja súrefni úr umbúðunum til þess að örverur komist ekki í þær. Þurrís er til margra hluta nytsamlegur en varasamt er að búa til sprengju úr honum.EPA Þá er þurrís notaður á spítölum og rannsóknarstofum, meðal annars til þess að flytja lífsýni á milli staða eða landa. Einnig er hann notaður í hreinsun, til dæmis til þess að hreinsa myglu úr húsnæði líkt og sandblástur. Flestir þekkja þurrís hins vegar sem skraut. Selja aðeins á hrekkjavöku „Við seljum þurrís á hrekkjavöku. Það eru varúðarmiðar á kössunum sem segja hvernig á að meðhöndla þurrísinn. Síðan eru líka varúðarleiðbeiningar frá framleiðandanum á þeim,“ segir Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóri Partýbúðarinnar. Aðspurður um hvernig helsta notkunin sé segir Jón Gunnar að vatni sé helt út í skál og síðan tekið pínulítið magn af þurrís og sett út í. Þá myndast reykur. „Það er ákveðin dulúð yfir þessu og þykir spúkí, sérstaklega á hrekkjavöku. Þetta býr til óhugnanlegan sjarma í partýinu,“ segir hann. Þurrís eigi hins vegar aðeins að meðhöndla á ákveðinn hátt. Hann er afhentur í frauðkössum og tryggilega límdur aftur. Þá á eingöngu að meðhöndla ísinn sjálfan í hönskum. „Það er vinnuregla hjá okkur að afhenda ekki undir átján ára aldri hluti eins og þurrís,“ segir Jón Gunnar. Reykjavík Slysavarnir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
„Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís,“ segir Erlendur Geir Arnarson, framkvæmdastjóri Ísbliks sem framleiðir og selur þurrís. „Það gerist annars slagið að krakkar reyna að kaupa þurrís og segjast vera að kaupa fyrir skólann. Við snúum þeim alltaf við,“ segir hann. Í gær var nemandi í Langholtsskóla fluttur á slysadeild eftir þurríssprengingu á skólalóðinni. Slasaðist hann á hendi. Tilraunir höfðu átt sér stað með þurrís í skólanum fyrr um daginn en samkvæmt Hreiðari Sigtryggssyni, skólastjóra, höfðu nemendur keypt þennan þurrís annars staðar frá og sprengingin orðið eftir að skólatíma lauk. Varasamt að búa til sprengjur Erlendur segir að vafalaust hafi umræddur þurrís verið framleiddur hjá Ísbliki, enda sé það eini framleiðandinn á landinu. Segir hann að í gærmorgun hafi komið kona með dóttur sinni til að kaupa þurrís vegna verkefni í skóla. Hugsanlega hafi nemendurnir komist í hann. Segist hann ekki vita hvað gerðist á skólalóðinni en mögulegt sé að nemendurnir hafi verið að búa til sprengju úr þurrísnum. Það sé hægt með ákveðnum aðferðum en er mjög varasamt. Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíði. Hann bráðnar ekki heldur gufar upp. Þurrís er notaður í ýmis konar starfsemi svo sem fiskvinnslu, það er bæði til að kæla fiskinn og til að hrekja súrefni úr umbúðunum til þess að örverur komist ekki í þær. Þurrís er til margra hluta nytsamlegur en varasamt er að búa til sprengju úr honum.EPA Þá er þurrís notaður á spítölum og rannsóknarstofum, meðal annars til þess að flytja lífsýni á milli staða eða landa. Einnig er hann notaður í hreinsun, til dæmis til þess að hreinsa myglu úr húsnæði líkt og sandblástur. Flestir þekkja þurrís hins vegar sem skraut. Selja aðeins á hrekkjavöku „Við seljum þurrís á hrekkjavöku. Það eru varúðarmiðar á kössunum sem segja hvernig á að meðhöndla þurrísinn. Síðan eru líka varúðarleiðbeiningar frá framleiðandanum á þeim,“ segir Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóri Partýbúðarinnar. Aðspurður um hvernig helsta notkunin sé segir Jón Gunnar að vatni sé helt út í skál og síðan tekið pínulítið magn af þurrís og sett út í. Þá myndast reykur. „Það er ákveðin dulúð yfir þessu og þykir spúkí, sérstaklega á hrekkjavöku. Þetta býr til óhugnanlegan sjarma í partýinu,“ segir hann. Þurrís eigi hins vegar aðeins að meðhöndla á ákveðinn hátt. Hann er afhentur í frauðkössum og tryggilega límdur aftur. Þá á eingöngu að meðhöndla ísinn sjálfan í hönskum. „Það er vinnuregla hjá okkur að afhenda ekki undir átján ára aldri hluti eins og þurrís,“ segir Jón Gunnar.
Reykjavík Slysavarnir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19