Sólveig Anna segir Eflingu verða sterkari eftir úrsögn úr SGS Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2023 20:05 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið hafa átt lítið erindi í Starfsgreinasambandinu. Stöð 2/Arnar Formaður Eflingar fagnar því að Efling fái nú beina aðild að Alþýðusambandinu eftir að meirihluti samþykkti úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu í atkvæðagreiðslu. Forseti ASÍ segir að Efling muni koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga. Atkvæðagreiðslu um hvort Efling ætti að segja sig úr Starfsgreinasambandinu lauk í dag. Tæplega tuttugu og eitt þúsund félagsmenn voru á kjörskrá og tóku rétt rúmlega fimm prósent þeirra þátt í atkvæðagreiðslunni. Grafík/Sara Mikill meirihluti samþykkti úrsögnina eða 71,5 prósent, 27,8 prósent vildu vera áfram í sambandinu en 2,4 prósent tóku ekki afstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er mjög sátt við niðurstöðuna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið verða sterkara eftir úrsögn þess úr StarfsgreinaStöð 2/Arnar „Og ég fagna því að svona afgerandi meirihluti sé sammála afstöðu forystu félagsins,“ segir formaðurinn. Efling var lang fjölmennasta félagið af 19 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins með 28 þúsund félagsmenn af 72 þúsund. Efling fær nú beina aðild að Alþýðusambandinu en eins og er á félagið ekki fulltrúa í miðstjórn þar sem kosið var í hana á nýafstöðnu þingi Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörinn forseti ASÍ reiknar hins vegar með að Efling fái áheyrnarfulltrúa í miðstjórn. Þá hafi staða Eflingar gagnvart viðræðum við stjórnvöld verið rædd á ASÍ þinginu. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörin forseti ASÍ segir Eflingu koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið þar að þau kæmu þá inn í viðræður við stjórnvöld. Ég geri ráð fyrir að það verði engin breyting þar á. Þau koma bara beint inn í samninganefndina sem verður skipuð,“ segir Finnbjörn. Efling muni síðan væntanlega fá kjörna fulltrúa í miðstjórn á næsta þingi ASÍ. Sólveig Anna útilokar ekki samflot með öðrum stéttarfélögum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Hvað verður svo um kjaraviðræðurnar, það er kannski ekki tímabært fyrir mig að svara á þessum tímapunkti. En Efling hefur ávallt getað myndað bandalög með þeim sem við erum sammála um meginlínur mála,“ segir Sólveig Anna. Þótt öllum væri ljóst að Efling og SGS hafi ekki átt samleið við gerð síðustu kjarasamninga hafi það ekki verið megin ástæðan fyrir úrsögninni. Það væri ekki góð nýting á fjármunum félagsfólks að borga stórar fjárhæðir til landssambands þaðan sem engin þjónusta væri sótt. „Framseljum ekki samningsumboð okkar til. Þannig að það voru helstu ástæðurnar fyrir því að við ákváðum að fara þessa leið.“ Heldur þú að Efling verði sterkari á eftir í samskiptum sínum við Samtök atvinnulífsins og sveitarfélögin? „Ég tel algerlega ljóst að eftir þessa niðurstöðu verði Efling mun sterkari. Það er hundrað prósent,“ segir Sólveig Anna. Forseti ASÍ segir Eflingu koma að mótun krafna eins og önnur félög og sambönd í viðræðum við stjórnvöld. „Efling hefur ekki verið mjög virk innan Starfsgreinasambandsins að undanförnu. Best hefði verið að þau hefðu unnið saman. En þar sem þessar deilur hafa verið uppi innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar er þetta kannski skýrara, að hafa þetta með þessum hætti,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson. Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. 11. maí 2023 18:54 Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um hvort Efling ætti að segja sig úr Starfsgreinasambandinu lauk í dag. Tæplega tuttugu og eitt þúsund félagsmenn voru á kjörskrá og tóku rétt rúmlega fimm prósent þeirra þátt í atkvæðagreiðslunni. Grafík/Sara Mikill meirihluti samþykkti úrsögnina eða 71,5 prósent, 27,8 prósent vildu vera áfram í sambandinu en 2,4 prósent tóku ekki afstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er mjög sátt við niðurstöðuna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið verða sterkara eftir úrsögn þess úr StarfsgreinaStöð 2/Arnar „Og ég fagna því að svona afgerandi meirihluti sé sammála afstöðu forystu félagsins,“ segir formaðurinn. Efling var lang fjölmennasta félagið af 19 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins með 28 þúsund félagsmenn af 72 þúsund. Efling fær nú beina aðild að Alþýðusambandinu en eins og er á félagið ekki fulltrúa í miðstjórn þar sem kosið var í hana á nýafstöðnu þingi Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörinn forseti ASÍ reiknar hins vegar með að Efling fái áheyrnarfulltrúa í miðstjórn. Þá hafi staða Eflingar gagnvart viðræðum við stjórnvöld verið rædd á ASÍ þinginu. Finnbjörn A. Hermannsson nýkjörin forseti ASÍ segir Eflingu koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga.Stöð 2/Arnar „Það var ákveðið þar að þau kæmu þá inn í viðræður við stjórnvöld. Ég geri ráð fyrir að það verði engin breyting þar á. Þau koma bara beint inn í samninganefndina sem verður skipuð,“ segir Finnbjörn. Efling muni síðan væntanlega fá kjörna fulltrúa í miðstjórn á næsta þingi ASÍ. Sólveig Anna útilokar ekki samflot með öðrum stéttarfélögum í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Hvað verður svo um kjaraviðræðurnar, það er kannski ekki tímabært fyrir mig að svara á þessum tímapunkti. En Efling hefur ávallt getað myndað bandalög með þeim sem við erum sammála um meginlínur mála,“ segir Sólveig Anna. Þótt öllum væri ljóst að Efling og SGS hafi ekki átt samleið við gerð síðustu kjarasamninga hafi það ekki verið megin ástæðan fyrir úrsögninni. Það væri ekki góð nýting á fjármunum félagsfólks að borga stórar fjárhæðir til landssambands þaðan sem engin þjónusta væri sótt. „Framseljum ekki samningsumboð okkar til. Þannig að það voru helstu ástæðurnar fyrir því að við ákváðum að fara þessa leið.“ Heldur þú að Efling verði sterkari á eftir í samskiptum sínum við Samtök atvinnulífsins og sveitarfélögin? „Ég tel algerlega ljóst að eftir þessa niðurstöðu verði Efling mun sterkari. Það er hundrað prósent,“ segir Sólveig Anna. Forseti ASÍ segir Eflingu koma að mótun krafna eins og önnur félög og sambönd í viðræðum við stjórnvöld. „Efling hefur ekki verið mjög virk innan Starfsgreinasambandsins að undanförnu. Best hefði verið að þau hefðu unnið saman. En þar sem þessar deilur hafa verið uppi innan Starfsgreinasambandsins og Eflingar er þetta kannski skýrara, að hafa þetta með þessum hætti,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson.
Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. 11. maí 2023 18:54 Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. 11. maí 2023 18:54
Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03
Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30