Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 18:54 Vilhjálmur Birgisson (t.v.) og Sólveig Anna Jónsdóttir (t.h.) voru bandamenn í verkalýðshreyfingunni en þau hafa deilt opinbera undanfarin misseri. Vísir/samsett Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. Tilkynnt var um úrslit atkvæðagreiðslu sem stjórn Eflingar boðaði til um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu (SGS) í dag. Rúm sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt greiddu atkvæði með úrsögninni. Kjörsókn var þó aðeins rétt um fimm prósent. Sólveig Anna fagnaði því að félagsfólk væri sammála forystunni um að ganga úr SGS. Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hafa skipst á skeytum opinberlega undanfarin misseri en þau voru bandamenn í valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar þangað til í vetur. Upp úr sauð þegar SGS skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem Sólveig Anna var ósátt við. Vilhjálmur var spurður að því hvort að hann tæki ákvörðun Eflingar um úrsögn persónulega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nei, ég held fyrst og fremst að staðan sé þannig að ef þú gerir ekki eins og Sólveig Anna vill að aðrir eigi að gera þá verða þetta afleiðingarnar. Það er bara einfaldlega þannig. Það er svo sem það sem ég hef komist að. Ég er bara þannig gerður að ég læt ekki þvinga mig til samstarfs og fer í hluti sem eru gegn minni samvisku,“ sagði Vilhjálmur. Tillagan nærri því felld vegna dræmrar þátttöku Formaður SGS sagði að það hefði vakið athygli sína hversu dræm kjörsókn var í atkvæðagreiðslu Eflingar. Ekki hafi munað nema 34 atkvæðum að tillagan yrði felld þar sem aukinn meirihluta þyrfti til þess að samþykkja svo veigamiklar tillögur. Spurður að því hvaða áhrif úrsögn Eflingar hefði á SGS sagði Vilhjálmur alltaf verra þegar félagseiningar smækkuðu. SGS væri þó enn stærsta aðildarfélag Alþýðusambandsins með um 44 þúsund félaga. Landsbyggðarfélögin sem eftir standa ætli sér að vinna áfram þétt saman og ráðast í þau verkefni sem þarf að gera. „Efling hefur ekki viljað starfa með okkur á liðnu ári þannig að það er í raun engin breyting þar á,“ sagði Vilhjálmur. Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Tilkynnt var um úrslit atkvæðagreiðslu sem stjórn Eflingar boðaði til um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu (SGS) í dag. Rúm sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt greiddu atkvæði með úrsögninni. Kjörsókn var þó aðeins rétt um fimm prósent. Sólveig Anna fagnaði því að félagsfólk væri sammála forystunni um að ganga úr SGS. Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hafa skipst á skeytum opinberlega undanfarin misseri en þau voru bandamenn í valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar þangað til í vetur. Upp úr sauð þegar SGS skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem Sólveig Anna var ósátt við. Vilhjálmur var spurður að því hvort að hann tæki ákvörðun Eflingar um úrsögn persónulega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nei, ég held fyrst og fremst að staðan sé þannig að ef þú gerir ekki eins og Sólveig Anna vill að aðrir eigi að gera þá verða þetta afleiðingarnar. Það er bara einfaldlega þannig. Það er svo sem það sem ég hef komist að. Ég er bara þannig gerður að ég læt ekki þvinga mig til samstarfs og fer í hluti sem eru gegn minni samvisku,“ sagði Vilhjálmur. Tillagan nærri því felld vegna dræmrar þátttöku Formaður SGS sagði að það hefði vakið athygli sína hversu dræm kjörsókn var í atkvæðagreiðslu Eflingar. Ekki hafi munað nema 34 atkvæðum að tillagan yrði felld þar sem aukinn meirihluta þyrfti til þess að samþykkja svo veigamiklar tillögur. Spurður að því hvaða áhrif úrsögn Eflingar hefði á SGS sagði Vilhjálmur alltaf verra þegar félagseiningar smækkuðu. SGS væri þó enn stærsta aðildarfélag Alþýðusambandsins með um 44 þúsund félaga. Landsbyggðarfélögin sem eftir standa ætli sér að vinna áfram þétt saman og ráðast í þau verkefni sem þarf að gera. „Efling hefur ekki viljað starfa með okkur á liðnu ári þannig að það er í raun engin breyting þar á,“ sagði Vilhjálmur.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03
Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30