Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 18:03 Bjarni Benediktsson (t.h.) og Sólveig Anna Jónsdóttir (t.v.) hafa ólíka sýn á atkvæðagreiðslu Eflingar um úrgöngu úr Starfsgreinasambandinu. Vísir/samsett Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Eflingar greiddu atkvæði með tillögu stjórnar félagsins um að það gangi úr Starfsgreinasambandinu. Kjörsókn var hins vegar aðeins rúm fimm prósent. Dræm þátttaka er jafnan í atkvæðagreiðslum stéttarfélaga en kjörsóknin nú var lítil jafnvel á þann mælikvarða. Til samanburðar tóku rúmlega fimmtán prósent félagsmanna þátt í stórnarkjöri þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir var aftur kjörin formaður í febrúar í fyrra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kjörsóknina að umtalsefni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Sólveig Anna fagni því að félagsfólk hennar sé sammála forystunni um að ganga úr SGS jafnvel þó að 95 prósent þess hafi ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Úrgangan hafi verið samþykkt með samþykki 3,5 prósent félagsmanna. „Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir „ættu“ að tilheyra,“ skrifar Bjarni. Íslenskt launafólk ætti að hafa frelsi til þess að velja sér félag eða standa utan þeirra ef það kýs það frekar. Stjórnarskráin tryggi rétt fólks til þess að vera ekki í félagi. Sjálfstæðismenn hafi lagt fram sérstakt þingmál um það á yfirstandandi þingi. Ég les frétt um að í kosningu innan Eflingar hafi verið samþykkt að félagið segi sig úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Í fréttinni kemur fram að 733 hafi greitt atkvæði með því að yfirgefa SGS en 292 hafi verið á móti. Formaðurinn fagnar því að félagsfólk sé sammála forystu félagsins um málið. Þó er það svo að 95% félagsmanna mættu ekki í atkvæðagreiðsluna. Og svo voru 1,4% á móti. Málið var því útkljáð með samþykki 3,5% félagsmanna. Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir ,,ættu" að tilheyra. Íslensku launafólki ætti að tryggja frelsi til að velja sér félag og standa utan félags kjósi það þann valkost, enda er frelsið til að vera ekki í félagi meðal þess sem stjórnarskránni er ætlað að tryggja. Um þetta höfum við sjálfstæðismenn lagt fram sérstakt þingmál á yfirstandandi þingi. Hér er fréttin: https://www.visir.is/.../ursogn-eflingar-ur-sgs-samthykkt Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök ASÍ Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Tæplega sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Eflingar greiddu atkvæði með tillögu stjórnar félagsins um að það gangi úr Starfsgreinasambandinu. Kjörsókn var hins vegar aðeins rúm fimm prósent. Dræm þátttaka er jafnan í atkvæðagreiðslum stéttarfélaga en kjörsóknin nú var lítil jafnvel á þann mælikvarða. Til samanburðar tóku rúmlega fimmtán prósent félagsmanna þátt í stórnarkjöri þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir var aftur kjörin formaður í febrúar í fyrra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kjörsóknina að umtalsefni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Sólveig Anna fagni því að félagsfólk hennar sé sammála forystunni um að ganga úr SGS jafnvel þó að 95 prósent þess hafi ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Úrgangan hafi verið samþykkt með samþykki 3,5 prósent félagsmanna. „Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir „ættu“ að tilheyra,“ skrifar Bjarni. Íslenskt launafólk ætti að hafa frelsi til þess að velja sér félag eða standa utan þeirra ef það kýs það frekar. Stjórnarskráin tryggi rétt fólks til þess að vera ekki í félagi. Sjálfstæðismenn hafi lagt fram sérstakt þingmál um það á yfirstandandi þingi. Ég les frétt um að í kosningu innan Eflingar hafi verið samþykkt að félagið segi sig úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Í fréttinni kemur fram að 733 hafi greitt atkvæði með því að yfirgefa SGS en 292 hafi verið á móti. Formaðurinn fagnar því að félagsfólk sé sammála forystu félagsins um málið. Þó er það svo að 95% félagsmanna mættu ekki í atkvæðagreiðsluna. Og svo voru 1,4% á móti. Málið var því útkljáð með samþykki 3,5% félagsmanna. Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir ,,ættu" að tilheyra. Íslensku launafólki ætti að tryggja frelsi til að velja sér félag og standa utan félags kjósi það þann valkost, enda er frelsið til að vera ekki í félagi meðal þess sem stjórnarskránni er ætlað að tryggja. Um þetta höfum við sjálfstæðismenn lagt fram sérstakt þingmál á yfirstandandi þingi. Hér er fréttin: https://www.visir.is/.../ursogn-eflingar-ur-sgs-samthykkt
Ég les frétt um að í kosningu innan Eflingar hafi verið samþykkt að félagið segi sig úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Í fréttinni kemur fram að 733 hafi greitt atkvæði með því að yfirgefa SGS en 292 hafi verið á móti. Formaðurinn fagnar því að félagsfólk sé sammála forystu félagsins um málið. Þó er það svo að 95% félagsmanna mættu ekki í atkvæðagreiðsluna. Og svo voru 1,4% á móti. Málið var því útkljáð með samþykki 3,5% félagsmanna. Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir ,,ættu" að tilheyra. Íslensku launafólki ætti að tryggja frelsi til að velja sér félag og standa utan félags kjósi það þann valkost, enda er frelsið til að vera ekki í félagi meðal þess sem stjórnarskránni er ætlað að tryggja. Um þetta höfum við sjálfstæðismenn lagt fram sérstakt þingmál á yfirstandandi þingi. Hér er fréttin: https://www.visir.is/.../ursogn-eflingar-ur-sgs-samthykkt
Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök ASÍ Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira