Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 18:03 Bjarni Benediktsson (t.h.) og Sólveig Anna Jónsdóttir (t.v.) hafa ólíka sýn á atkvæðagreiðslu Eflingar um úrgöngu úr Starfsgreinasambandinu. Vísir/samsett Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Eflingar greiddu atkvæði með tillögu stjórnar félagsins um að það gangi úr Starfsgreinasambandinu. Kjörsókn var hins vegar aðeins rúm fimm prósent. Dræm þátttaka er jafnan í atkvæðagreiðslum stéttarfélaga en kjörsóknin nú var lítil jafnvel á þann mælikvarða. Til samanburðar tóku rúmlega fimmtán prósent félagsmanna þátt í stórnarkjöri þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir var aftur kjörin formaður í febrúar í fyrra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kjörsóknina að umtalsefni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Sólveig Anna fagni því að félagsfólk hennar sé sammála forystunni um að ganga úr SGS jafnvel þó að 95 prósent þess hafi ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Úrgangan hafi verið samþykkt með samþykki 3,5 prósent félagsmanna. „Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir „ættu“ að tilheyra,“ skrifar Bjarni. Íslenskt launafólk ætti að hafa frelsi til þess að velja sér félag eða standa utan þeirra ef það kýs það frekar. Stjórnarskráin tryggi rétt fólks til þess að vera ekki í félagi. Sjálfstæðismenn hafi lagt fram sérstakt þingmál um það á yfirstandandi þingi. Ég les frétt um að í kosningu innan Eflingar hafi verið samþykkt að félagið segi sig úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Í fréttinni kemur fram að 733 hafi greitt atkvæði með því að yfirgefa SGS en 292 hafi verið á móti. Formaðurinn fagnar því að félagsfólk sé sammála forystu félagsins um málið. Þó er það svo að 95% félagsmanna mættu ekki í atkvæðagreiðsluna. Og svo voru 1,4% á móti. Málið var því útkljáð með samþykki 3,5% félagsmanna. Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir ,,ættu" að tilheyra. Íslensku launafólki ætti að tryggja frelsi til að velja sér félag og standa utan félags kjósi það þann valkost, enda er frelsið til að vera ekki í félagi meðal þess sem stjórnarskránni er ætlað að tryggja. Um þetta höfum við sjálfstæðismenn lagt fram sérstakt þingmál á yfirstandandi þingi. Hér er fréttin: https://www.visir.is/.../ursogn-eflingar-ur-sgs-samthykkt Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök ASÍ Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Tæplega sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Eflingar greiddu atkvæði með tillögu stjórnar félagsins um að það gangi úr Starfsgreinasambandinu. Kjörsókn var hins vegar aðeins rúm fimm prósent. Dræm þátttaka er jafnan í atkvæðagreiðslum stéttarfélaga en kjörsóknin nú var lítil jafnvel á þann mælikvarða. Til samanburðar tóku rúmlega fimmtán prósent félagsmanna þátt í stórnarkjöri þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir var aftur kjörin formaður í febrúar í fyrra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kjörsóknina að umtalsefni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Sólveig Anna fagni því að félagsfólk hennar sé sammála forystunni um að ganga úr SGS jafnvel þó að 95 prósent þess hafi ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Úrgangan hafi verið samþykkt með samþykki 3,5 prósent félagsmanna. „Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir „ættu“ að tilheyra,“ skrifar Bjarni. Íslenskt launafólk ætti að hafa frelsi til þess að velja sér félag eða standa utan þeirra ef það kýs það frekar. Stjórnarskráin tryggi rétt fólks til þess að vera ekki í félagi. Sjálfstæðismenn hafi lagt fram sérstakt þingmál um það á yfirstandandi þingi. Ég les frétt um að í kosningu innan Eflingar hafi verið samþykkt að félagið segi sig úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Í fréttinni kemur fram að 733 hafi greitt atkvæði með því að yfirgefa SGS en 292 hafi verið á móti. Formaðurinn fagnar því að félagsfólk sé sammála forystu félagsins um málið. Þó er það svo að 95% félagsmanna mættu ekki í atkvæðagreiðsluna. Og svo voru 1,4% á móti. Málið var því útkljáð með samþykki 3,5% félagsmanna. Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir ,,ættu" að tilheyra. Íslensku launafólki ætti að tryggja frelsi til að velja sér félag og standa utan félags kjósi það þann valkost, enda er frelsið til að vera ekki í félagi meðal þess sem stjórnarskránni er ætlað að tryggja. Um þetta höfum við sjálfstæðismenn lagt fram sérstakt þingmál á yfirstandandi þingi. Hér er fréttin: https://www.visir.is/.../ursogn-eflingar-ur-sgs-samthykkt
Ég les frétt um að í kosningu innan Eflingar hafi verið samþykkt að félagið segi sig úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Í fréttinni kemur fram að 733 hafi greitt atkvæði með því að yfirgefa SGS en 292 hafi verið á móti. Formaðurinn fagnar því að félagsfólk sé sammála forystu félagsins um málið. Þó er það svo að 95% félagsmanna mættu ekki í atkvæðagreiðsluna. Og svo voru 1,4% á móti. Málið var því útkljáð með samþykki 3,5% félagsmanna. Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir ,,ættu" að tilheyra. Íslensku launafólki ætti að tryggja frelsi til að velja sér félag og standa utan félags kjósi það þann valkost, enda er frelsið til að vera ekki í félagi meðal þess sem stjórnarskránni er ætlað að tryggja. Um þetta höfum við sjálfstæðismenn lagt fram sérstakt þingmál á yfirstandandi þingi. Hér er fréttin: https://www.visir.is/.../ursogn-eflingar-ur-sgs-samthykkt
Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök ASÍ Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?