Erlent

Sanna Marin skilur við eiginmanninn

Samúel Karl Ólason skrifar
Sanna Marin og Markus Raikkonen í forsetahöll Finnlands í desember.
Sanna Marin og Markus Raikkonen í forsetahöll Finnlands í desember. EPA/KIMMO BRANDT

Sanna Marin, starfandi forsætisráðherra Finnlands, er að skilja við eiginmann sinn Markus Räikkönen. Í story á Instagram segist hún þakklát fyrir árin nítján en saman eiga þau dóttur sem fæddist árið 2018.

Marin segir þau enn góða vini og að þau muni enn umgangast hvort annað. Þá kalla þau bæði eftir næði og segjast ekki ætla að tjá sig frekar um ákvörðunina.

Í frétt finnska ríkisútvarpsins segir að þau hafi gift sig fyrir tæpum þremur árum, í ágúst 2020, en þau hafi verið í sambandi frá því þau voru átján ára gömul.

Síðasta sumar var myndböndum af Sönnu að dansa og syngja í samkvæmum lekið á netið og olli það nokkru fjaðrafoki í Finnlandi. Vegna þeirra fór Sanna Marin, sem nú er 37 ára gömul, í fíknefnapróf. Rannsókn leiddi í ljós að hún hefði ekki brotið af sér.

Stjórnarviðræður standa yfir í Finnlandi en Sanna Marin verður ekki í næstu ríkisstjórn og mun þá láta af störfum.


Tengdar fréttir

Sanna Marin hefur beðist lausnar frá embætti

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands og formaður Jafnaðarmannaflokksins, fór á fund Sauli Niinistö Finnlandsforseta í morgun og baðst lausnar frá embætti. Ákvörðun hennar kemur í kjölfar nýafstaðinna þingkosninga þar sem ríkisstjórn hennar missti meirihluta.

Sanna braut engar reglur með djamminu

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, braut engar reglur og braut ekki gegn skyldum sínum með því að fara í samkvæmi. Myndbönd af forsætisráðherranum í dansa og syngja í samkvæmum var lekið á netið í sumar og þurfti hún að fara í fíkniefnapróf vegna ásakana um neyslu fíkniefna frá andstæðingum sínum í þinginu.

Sanna Marin segir síðustu daga erfiða með tárin í augunum

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands steig upp í pontu í borginni Lahti í Finnlandi í dag og ræddi fjölmiðlaumræðu síðustu daga vegna djammmyndbanda af henni sem lekið var á netið. Með tár í augum sagði Marin síðustu daga hafa verið henni mjög erfiða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×