Segir það ekki satt að hún geti afturkallað leyfið Bjarki Sigurðsson skrifar 9. maí 2023 20:02 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Matvælaráðherra segir það ekki rétt að hún geti afturkallað hvalveiðileyfi Hvals hf. sem er í gildi út þetta ár. Ekki liggur fyrir hvort leyfið verði endurnýjað á næsta ári. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sláandi skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við hvalveiðar á Íslandi. Þar gagnrýndi lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ráðherra fyrir að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. ekki, en félagið er það eina á Íslandi sem má veiða hvali. Sagði hún veiðileyfið vera háð skilyrðum um að farið yrði eftir öllum reglum en skýrslan varpað ljósi á brot Hvals hf. á ákveðnum ákvæðum. Þá hafa fleiri gagnrýnisraddir bæst við í hópinn, meðal annars frá formanni Viðreisnar, sem segir það óverjandi að ráðherra skuli ekki afturkalla leyfið. Matvælaráðherra segir það ekki vera rétt að hún geti afturkallað leyfið eftir útgáfu leyfisins þrátt fyrir að orðalag þess gefi það í skyn. „Samkvæmt minni ráðgjöf sem ég fæ úr mínu ráðuneyti sem snýst um það að allt sem ég geri þarf að byggja á lögum en ekki bara minni afstöðu eða minni skoðun á einhverjum viðfangsefnum, segir mér það að það sé ekki lagagrundvöllur til þess að afturkalla leyfið. Ég vil byggja mínar ákvarðanir á traustum grunni og fer þess vegna að þessari ráðgjöf,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún ítrekaði að fagráð um velferð dýra muni ákvarða um næstu skref, líkt og áður hefur komið fram. „Mér blöskraði og ég sagði að þetta væru sláandi niðurstöður og það er þannig. En um leið þá er ég embættismaður sem verður að fara eftir lögum. Næstu skref snúa að því að Matvælastofnun heldur áfram að vísa þessum niðurstöðum til fagráðsins og fagráðið metur og vegur hvort það sé yfirhöfuð hægt að uppfylla lög um dýravelferð þegar verið er að drepa þessi stóru dýr,“ segir Svandís. Ekki liggur fyrir hvort, eða þá á hvaða grunni, það ætti að framlengja veiðileyfið sem rennur út í lok þessa árs. Fréttastofa sóttist eftir viðbrögðum við því frá Kristjáni Loftssyni framkvæmdastjóra Hvals í dag. Hann ansaði þeirri beiðni ekki. Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sláandi skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við hvalveiðar á Íslandi. Þar gagnrýndi lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ráðherra fyrir að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. ekki, en félagið er það eina á Íslandi sem má veiða hvali. Sagði hún veiðileyfið vera háð skilyrðum um að farið yrði eftir öllum reglum en skýrslan varpað ljósi á brot Hvals hf. á ákveðnum ákvæðum. Þá hafa fleiri gagnrýnisraddir bæst við í hópinn, meðal annars frá formanni Viðreisnar, sem segir það óverjandi að ráðherra skuli ekki afturkalla leyfið. Matvælaráðherra segir það ekki vera rétt að hún geti afturkallað leyfið eftir útgáfu leyfisins þrátt fyrir að orðalag þess gefi það í skyn. „Samkvæmt minni ráðgjöf sem ég fæ úr mínu ráðuneyti sem snýst um það að allt sem ég geri þarf að byggja á lögum en ekki bara minni afstöðu eða minni skoðun á einhverjum viðfangsefnum, segir mér það að það sé ekki lagagrundvöllur til þess að afturkalla leyfið. Ég vil byggja mínar ákvarðanir á traustum grunni og fer þess vegna að þessari ráðgjöf,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún ítrekaði að fagráð um velferð dýra muni ákvarða um næstu skref, líkt og áður hefur komið fram. „Mér blöskraði og ég sagði að þetta væru sláandi niðurstöður og það er þannig. En um leið þá er ég embættismaður sem verður að fara eftir lögum. Næstu skref snúa að því að Matvælastofnun heldur áfram að vísa þessum niðurstöðum til fagráðsins og fagráðið metur og vegur hvort það sé yfirhöfuð hægt að uppfylla lög um dýravelferð þegar verið er að drepa þessi stóru dýr,“ segir Svandís. Ekki liggur fyrir hvort, eða þá á hvaða grunni, það ætti að framlengja veiðileyfið sem rennur út í lok þessa árs. Fréttastofa sóttist eftir viðbrögðum við því frá Kristjáni Loftssyni framkvæmdastjóra Hvals í dag. Hann ansaði þeirri beiðni ekki.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01
Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30