„Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíbahafi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 22:46 Brátt mun koma í ljós hvaða áhrif krýning nýs konungs mun hafa á breska konungsveldið. Aaron Chown/WPA Pool/Getty Forsætisráðherra eyjaríkisins Sankti Vinsent og Grenadína í Karíbahafi segir það „absúrd“ að Karl Bretakonungur sé þjóðhöfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valdatíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífstíð. Það er breska ríkisútvarpið sem greinir frá ummælum forsætisráðherrans Ralph Gonsalves. Ráðherrann segir að hann myndi glaður þiggja afsökunarbeiðni frá breska ríkinu og konungsveldinu fyrir þrælahald fyrri alda. Karl er þjóðhöfðingi átta ríkja í Karíbahafinu. Á síðastliðnu ári hafa leiðtogar Bahamas, Belís, Grenada, Jamaíka, Sankti Kitts og Nevis, auk Antígva og Barbúda allir lýst því yfir að þau hyggist taka til endurskoðunar stöðu Karls sem þjóðhöfðingja. Umræðan fór á flug eftir að Elísabet Bretlandsdrottning lést á síðasta ári. Segir breskan þjóðhöfðingja móðgun Forsætisráðherrann Gonsalves segir að vera bresks þjóðhöfðingja í landinu móðgi þjóðina og minni hennar. Hann segist styðja breytingar á stjórnarskránni svo að landið verði lýðveldi með kjörinn forseta. Eyríkið hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009. Þar var almenningur spurður hvort hann væri til í að landið yrði lýðveldi með kjörinn forseta. 45 prósent kjósenda studdi myndun lýðveldis en tveir þriðju hluta kjósenda þarf til að breytingarnar gangi í gegn. Gonsales segist ætla að beita sér fyrir því að kosið verði aftur um málið. Þjóðin ósammála Þrátt fyrir sterkar skoðanir forsætisráðherrans hefur nýleg skoðanakönnun sýnt að 63 prósent þjóðarinnar myndi hafna stofnun lýðveldis á kostnað bresku krúnunnar. Einungis 34 prósent myndu styðja hugmyndina. Í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að það sé í höndum stjórnvalda hvers ríkis að ákveða breytingar á stjórnarskrá þeirra. Sjálfur segir Gonsalves að hann myndi taka fagnandi afsökunarbeiðni frá Karli vegna fortíðar Bretlands er varðar þrælahald. Karl III Bretakonungur Kóngafólk Sankti Vinsent og Grenadínur Bretland Bahamaeyjar Belís Grenada Jamaíka Sankti Kitts og Nevis Antígva og Barbúda Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Það er breska ríkisútvarpið sem greinir frá ummælum forsætisráðherrans Ralph Gonsalves. Ráðherrann segir að hann myndi glaður þiggja afsökunarbeiðni frá breska ríkinu og konungsveldinu fyrir þrælahald fyrri alda. Karl er þjóðhöfðingi átta ríkja í Karíbahafinu. Á síðastliðnu ári hafa leiðtogar Bahamas, Belís, Grenada, Jamaíka, Sankti Kitts og Nevis, auk Antígva og Barbúda allir lýst því yfir að þau hyggist taka til endurskoðunar stöðu Karls sem þjóðhöfðingja. Umræðan fór á flug eftir að Elísabet Bretlandsdrottning lést á síðasta ári. Segir breskan þjóðhöfðingja móðgun Forsætisráðherrann Gonsalves segir að vera bresks þjóðhöfðingja í landinu móðgi þjóðina og minni hennar. Hann segist styðja breytingar á stjórnarskránni svo að landið verði lýðveldi með kjörinn forseta. Eyríkið hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009. Þar var almenningur spurður hvort hann væri til í að landið yrði lýðveldi með kjörinn forseta. 45 prósent kjósenda studdi myndun lýðveldis en tveir þriðju hluta kjósenda þarf til að breytingarnar gangi í gegn. Gonsales segist ætla að beita sér fyrir því að kosið verði aftur um málið. Þjóðin ósammála Þrátt fyrir sterkar skoðanir forsætisráðherrans hefur nýleg skoðanakönnun sýnt að 63 prósent þjóðarinnar myndi hafna stofnun lýðveldis á kostnað bresku krúnunnar. Einungis 34 prósent myndu styðja hugmyndina. Í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að það sé í höndum stjórnvalda hvers ríkis að ákveða breytingar á stjórnarskrá þeirra. Sjálfur segir Gonsalves að hann myndi taka fagnandi afsökunarbeiðni frá Karli vegna fortíðar Bretlands er varðar þrælahald.
Karl III Bretakonungur Kóngafólk Sankti Vinsent og Grenadínur Bretland Bahamaeyjar Belís Grenada Jamaíka Sankti Kitts og Nevis Antígva og Barbúda Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira