Vinicius undirbýr sig fyrir Man. City leikinn í sérstökum súrefnisklefa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2023 12:31 Vinícius Júnior fagnar sigri Real Madrid í bikarúrslitaleiknum um helgina. Brassinn ætlar að passa að hann verði klár annað kvöld. AP/Jose Breton Vinícius Júnior og félagar í Real Madrid tryggðu sér spænska bikarmeistaratitilinn með sigri á Osasuna í úrslitaleik á laugardagskvöldið. Real vann leikinn með tveimur mörkum frá Brasilíumanninum Rodrygo og það fyrra kom eftir undirbúning Vinícius Junior. Vinícius hefur átt frábært tímabil með Real Madrid og er algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Það skiptir því miklu máli að hann sé klár í slaginn í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Manchester City í Meistaradeildinni. Sá leikur er strax annað kvöld. Það er því ekki langur tími á milli tveggja mikilvægra leikja. Vinícius gerði sitt til að hraða endurheimtunni eftir bikarúrslitaleikinn en hann sýndi mynd af sér í sérstökum súrefnisklefa á heimili sínu í Madrid. Hér fyrir neðan má sjá mynd af kappanum í klefanum. Hinn 22 ára gamli Vinícius Júnior hefur skorað 22 mörk og gefið 21 stoðsendingu í 50 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni þar af er hann með sex mörk og fimm stoðsendingar í tíu leikjum í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Real Madrid fagna því að þeirra maður er tilbúinn að leggja mikið á sig til að vera ferskur í leiknum á móti Manchester City. Liverpool fólk gleymir því ekki að þessi snjalli Brassi var með tvö mörk og tvær stoðsendingar í tveimur sigurleikjum á móti Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr á þessari leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Real vann leikinn með tveimur mörkum frá Brasilíumanninum Rodrygo og það fyrra kom eftir undirbúning Vinícius Junior. Vinícius hefur átt frábært tímabil með Real Madrid og er algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Það skiptir því miklu máli að hann sé klár í slaginn í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Manchester City í Meistaradeildinni. Sá leikur er strax annað kvöld. Það er því ekki langur tími á milli tveggja mikilvægra leikja. Vinícius gerði sitt til að hraða endurheimtunni eftir bikarúrslitaleikinn en hann sýndi mynd af sér í sérstökum súrefnisklefa á heimili sínu í Madrid. Hér fyrir neðan má sjá mynd af kappanum í klefanum. Hinn 22 ára gamli Vinícius Júnior hefur skorað 22 mörk og gefið 21 stoðsendingu í 50 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni þar af er hann með sex mörk og fimm stoðsendingar í tíu leikjum í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Real Madrid fagna því að þeirra maður er tilbúinn að leggja mikið á sig til að vera ferskur í leiknum á móti Manchester City. Liverpool fólk gleymir því ekki að þessi snjalli Brassi var með tvö mörk og tvær stoðsendingar í tveimur sigurleikjum á móti Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr á þessari leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira