Erlent

Skaut átta manns til bana í verslunar­mið­stöð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vettvangi í nótt.
Frá vettvangi í nótt. Getty/Stewart F. House

Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn.

Árásin átti sér stað í gærkvöldi að staðartíma en talið er að skotmaðurinn hafi verið einn að verki. Um tíma var talið að tveir menn hafi framið árásina en enginn grunur er um það lengur. Lögregla skaut árásarmanninn til bana í verslunarmiðstöðinni.

Samkvæmt gögnum Gun Violence Archive var þetta skotárás númer 199 í Bandaríkjunum í ár þar sem byssumaður skýtur fjóra eða fleiri. 

Hundruð manna voru að versla í verslunarmiðstöðinni þegar árásin hófst og þurftu margir að fela sig í allt að tvo klukkutíma. Einhverjir lýstu því við CNN hvernig fólk hélt upphaflega að einhverjar framkvæmdir væru í gangi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×