Innlent

Komu hlaupara til að­stoðar í Vest­manna­eyjum

Máni Snær Þorláksson skrifar
Björgunarsveitarfólk kom hlauparanum til aðstoðar í dag.
Björgunarsveitarfólk kom hlauparanum til aðstoðar í dag. Landsbjörg

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til að hjálpa hlaupara sem virðist hafa dottið á hlaupum. Hlauparinn var að taka þátt í Puffin Run sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Hlauparinn var fluttur til aðhlynningar.

„Hlauparinn virðist hafa dottið á hlaupum og hlotið höfuðmeiðs sem gerðu það að verkum að sækja þurfti viðkomandi þar sem hann var,“ segir í tilkynningu vegna málsins frá Landsbjörg.

Þá kemur fram að staðsetning hlauparans hafi verið töluvert frá akvegi og því hafi sjúkraflutningaliðar óskað eftir aðstoð björgunarsveitar til að koma hlauparanum af slysstað og inn í sjúkrabíl. Tíu félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja héldu því af stað fótgangandi á slysstað með sérstakan búnað, börur á hjóli.

„Ekki eru upplýsingar um líðan sjúklings, en hann var fluttur til aðhlynningar. Vel gekk að koma sjúklingi í börur og þangað sem sjúkrabíllinn beið,“ segir að lokum í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×